Á dögunum skrifuðu Bus4u Iceland, MSS (Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum) og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar undir þríhliðasamning með það að markmiði að koma á markvissri fræðslu sem styður við hæfniuppbyggingu innan fyrirtækisins. Í því felst að greina fræðsluþarfir, gera fræðsluáætlun, fylgja henni eftir og meta árangurinn.
Starfsemi Bus4u Iceland hófst árið 2005 og þar er um 30 starfsmenn sem allir hafa fjölbreytta reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu.
Bus4u Iceland sé meðal annars um akstur almenningssamgangna í Reykjanesbæ og til Grindavíkur ásamt því að sinna skóla- og leikskólaakstri sem þau leggja mikinn metnað í að sinna vel. Þá sjá þau um akstur með flugfarþega og áhafnir þeirra sem og akstur innan öryggissvæðis flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Jafnframt eru í boði ýmiskonar afþreyingarferðir ásamt skipulögðum ferðum fyrir hópa.
Fyrirtækið leggur áherslu á gæði í þjónustu og að skapa starfsumhverfi sem gerir starfsmönnum kleift að vaxa og dafna í starfi.
Bus4u Iceland vill veita framúrskarandi þjónustu og að starfsmenn þeirra séu ánægðir í starfi. Með því að fræða og þjálfa starfmenn telur Bus4u Iceland að hægt verði að ná þessum markmiðum og það verði fyrirtækinu, starfsmönnum og samfélaginu til góðs.