Brim Hótel hefur skrifað undir samning um þátttöku í tilraunaverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar í samstarfi við Gerum betur ehf. er varðar þjálfun og fræðslu fyrir starfsfólk. Markmið þess er að efla þjálfun og færni í ferðaþjónustu hér á landi.
Brim er lítið vinalegt hótel í hjarta Reykjavíkur. Á hótelinu starfa 12 starfsmenn sem flestir eru af erlendu bergi brotnir.
Á myndinni eru Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, Bartosz, hótelstjóri og Margrét Reynisdóttir frá Gerum betur ehf.