Spurningar og svör
☐ Vissur þú að í lögum atvinnuréttindi útlendinga er það tekið fram að atvinnurekendur og stéttarfélög skulu veita starfsmanni með tímabundið atvinnuleyfi upplýsingar um íslenskunámskeið sem stendur þeim til boða?
☐ Símenntunarmiðstöðvar og fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á fjölbreytt íslenskunámskeið á öllum stigum, frá byrjendum til lengra kominna.
- Oft eru námskeið hönnuð fyrir ákveðin störf eða kennd í tungumálahópum.
- Ef þú sérð ekki íslenskunámskeið auglýst á þínu svæði geturðu alltaf leitað til símennuntarmiðstöðva í þínu samfélagi. Smelltu hér á kortið til að finna miðstöð nærri þér.
- Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum! Mörg þeirra endurgreiða allt að 90% af námskeiðsgjaldi.
Hér hjá Hæafnisetri höfum við samið sérhæfða fagorðaforðalista tengd stöf í ferðaþjónustunnar með algengum orða og frasa sem notaðir í ferðaþjónnustunni. Listarnir geta stutt við samskipti á vinnustað og við ferðamenn sem vil líka læra smá íslensku.
- Orðalistarnir eru á þremur tungumálum og hlusta má á framburð orðanna á íslensku.
- Fagorðalistar ferðaþjónustunnar eru fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, skoðunarferðir og akstur, afþreyingu og þjónustu í sal. Nalgast má listana hér.
- Fiskabúrið geymir safn heita yfir matfiska sem notaðir eru í réttum veitingastaða með myndum eftir Jón Baldur Hlíðberg. Fiskabúrið er á fjórum tungumálum. Nalgast má Fiskabúrið hér.
Það getur verið flókið að skipuleggja vaktir og boða starfsmenn á íslenskunámskeið á vinnutíma, sérstaklega í ferðaþjónustu þar sem vaktavinna er algeng. Fjarkennsla í íslensku er mjög algeng og stendur starfsfólki til boða óháð því hvar það er staðsett á landinu.
- Flestir fræðsluaðilar eru tilbúnir að vinna með fyrirtækjum að því að hanna netnámskeið sem mætir þörfum, jafnvel starfstengd, fyrir tiltekinn fjölda starfsfólks sem vill læra íslensku.
- Einnig er boðið upp á fjölbreytt íslenskunámskeið sem sjálfsnámsmöguleikar á netinu. Sjálfsnámsnámskeið geta innihaldið kennslustundir, prentanlegt efni og framburðarleiðbeiningar.
- Dæmi um sjálfsnámskeið:
- Lóa Language School og Icelandic Online
- Íslenska fyrir alla 1-4 er námsefni fyrir fullorðna sem læra íslensku sem annað eða erlent mál.
- Rúv Orð er nýr vefur sem notar sjónvarpsefni til að aðstoða fólk við að læra íslensku á nýstárlegan hátt.
Með auknum tæknimöguleikum eru til fjölbreyttar stafrænar lausnir til að læra orðaforða og æfa notkun íslenskunnar, eins og öpp, myndbönd, netorðabækur og lausnir fyrir íslenska málfræði. Slíkur stuðningur er bæði fyrir þá sem eru að læra íslensku og samstarfsfólk sem veitir þeim stuðning.
Hægt er að nálgast alls konar starfrænar lausnir á síðinnu okkar Námskeið fyrir ferðaþjónustunir með því að velja „starfrænt“ valkost.
Dæmi um starfræna stuðningur við að læra, nota og æfa íslensku:
- Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Boðið er upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Sem stendur er Bara Tala aðeins í boði fyrir vinnuveitendur.
- Tvík er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku.
- Málstaður er gagnlegur stuðningur við notkun íslensku þ.m.t. auðveldar við að skrifa góðan texta, talgreiningu og hreinskrift á texta og er spurningasvörunar.
- Íslensk nútímamálsorðabók er auðnotanleg rafræn orðabók með yfir 56 þúsund uppflettiorð orðasambönd, orðskýringar, myndskreytingar, hljóðritanir á framburði flestra orðanna og jafnvél tenglar á beygingar orða.
Samfélagstengd íselnskukennsla er gagnleg leið til að æfa íslensku í nærsamfélagi, stuðla að inngildingu og skapar sameiginleg tækifæri fyrir starfsfólk og fyrirtæki til að varðveita staðbundna menningu og tungumál.
- Símenntunarmiðstöðvar, bókasöfn og félagssamtök bjóða oft upp á ókeypis samfélagsleg verkefni fyrir fólk sem er að læra íslensku. Við mælum með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins til að fá frekari upplýsingar um íslenska verkefna í nærsamfélaginu.
- Vissir þú að tengsl við nærsamfélagið til dæmis í gegnum íslenskuknnslu og þjáflun, eru einnig mikilvægur þáttur í sjálfbærri ferðaþjónustu með ávinningi fyrir nærsamfélag, starfsfólk og fyrirtækið.
Dæmi um slík námskeið eru: Gefum íslensku séns á Vestfjörðum, Icelandic Language Club á Akureyri og Kvennaborðið í Reykjavík.
Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið mikið og laðað að sér gesti og starfsfólk frá öllum heimshornum. Þess vegna er mikilvægt að nota og efla íslenska tungu í ferðaþjónustu. Íslenskan, tungumál sem á sér djúpar sögulegar rætur og menningarlega þýðingu, er mikilvægur hlekkur í arfleifð og sjálfsmynd þjóðarinnar. Með því að stuðla að notkun íslensku í ferðaþjónustu varðveitum við ekki aðeins þennan einstaka tungumálafjársjóð heldur eflum við upplifun gesta.
Hér á eftir eru níu hagnýtar aðgerðir sem þú getur gripið til til að styrkja íslenskuna á vinnustaðnum.
- Styðjið og hvetjið starfsfólk til að læra íslensku: Reynið að styðja við íslenskunám og vera sveigjanleg í að leyfa starfsfólki að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma, finna fjármögnun fyrir námskeið og taka þátt í samfélagslegum tungumálaverkefnu.
- Notið stafrænar lausnir: Hvetjið starfsfólk til að nýta tækni til að styðja við notkun íslenskunnar, til dæmis þýðingarforrit, orðabækur og önnur úrræði til að styðja við samskipti á íslensku.
- Búðu til leiðbeinenda kerfi: Pörun á reiprennandi íslenskumælandi starfsfólki við þá sem eru að læra, með því að búa til leiðbeinenda kerfi til að styðja við notkun íslenskunnar á vinnustaðnum.
- Upplýstu erlenda starfsmenn: Gakktu úr skugga um að nýir starfsmenn fái upplýsingar um íslenskunámskeið sem hluta af móttöku nýliða ferlinu.
- Sýnileg íslenska: Gakktu úr skugga um að íslenskan sé áberandi í öllu prentuðu efni og á skiltum.
- Hvatning til að nota íslensku: Gefðu hrós og viðurkenningu til starfsfólks sem notar og styður við notkun íslenskunnar í samskiptum við gesti og samstarfsfólk.
- Samskipti við viðskiptavini: Hvetjið starfsfólk til að heilsa og eiga samskipti við gesti á íslensku fyrst, og skipta yfir í annað tungumál þegar nauðsyn krefur.
- Hvetjið starfsfólk til að fylgist með íslenskum miðlum: Hvetjið starfsfólk til að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum eins og dagblöðum, bókmenntum, útvarpi og sjónvarpi til að bæta tungumálakunnáttu sína, skilja núverandi atburði og tengjast staðbundinni menningu.
- Þorðu að gera kröfur: Þorðu að gera kröfur um lágmarkskunnáttu í íslensku í ákveðnum störfum í þínu fyrirtæki.
„Staða íslenskrar tungu verður best treyst með því að nota íslensku sem víðast í íslensku samfélagi og á sem fjölbreyttastan hátt þannig að engin svið verði út undan.“ (Tillögur Ísenskrar málnefndar að Íslenskri málstefnu)
- Með því að innleiða Málstenfu á vinnustöðum tryggjum við að tungumálið haldist lifandi og viðeigandi um leið og það styður starfsfólk, sveitarfélög og fyrirtæki við að viðhalda menningarlegum áreiðanleika sínum.
- Málstefna tengist aðgerðum til að hafa áhrif á málnotkun og viðhorf til túngumála og inniheldur skýrar leiðbeiningar um hvaða tungumál eigi að nota, hvenær og hverjir eigi og megi nota tungumál. Málstenfa stuðlar einnig að virði, gagnsemi og tilgnagi íslensku á vinnustaðnum.
Hægt er að nálgast sniðmát af málstefnu á innri vefnum okkar.