Þjálfun í gestrisni

Þjálfun í gestrisni er efni ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Fræðsluefnið byggir á raundæmum en það eru fjölbreyttar sögur af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Efnið er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku. Höfundar eru Sigrún Jóhannesdóttir og Margrét Reynisdóttir.

Þrif og umgengni

Veitingar

Skoðunarferðir og akstur

Móttaka

Bílaleiga

Play Video

Skref fyrir skref

  • Ákveddu hvar þú ætlar að vinna með söguna/sögurnar.
  • Finndu ykkar starfsgrein, hægt er að velja um eftirfarandi flokka: bílaleiga, móttaka, skoðunarferðir og akstur, veitingar, þrif og umgengni. Innan hvers flokks eru fjölbreyttar sögur.
  • Veldu tungumál, hægt er velja íslensku, ensku eða pólsku.
  • Veldu sögu sem hentar þínu fyrirtæki, eina eða fleiri.
  • Veldu stjórnanda fyrir hvern hóp. Hópstjórinn leiðir vinnuna/samtalið, dregur saman niðurstöður í lokin og hrósar þegar það á við.
  • Skiptu hópnum, gott að miða við hámark sex í hverjum hópi.
  • Byrjið á að lesa söguna, fyrst hver fyrir sig og síðan les hópstjórinn söguna upphátt.
  • Leysið í sameiningu verkefnið sem fylgir sögunni og ræðið. 
  • Hóparnir kynna niðurstöður.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband