Starfsþjálfun með raundæmum

Þjálfun í gestrisni er efni ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Fræðsluefnið byggir á raundæmum en það eru fjölbreyttar sögur af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Efnið er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku. Höfundar eru Sigrún Jóhannesdóttir og Margrét Reynisdóttir.

Þrif og umgengni

Wypożyczalnia aut

Wycieczki krajoznawcze oraz prowadzenie pojazdu

Veitingar

Sprzątanie i użytkowanie

Skoðunarferðir og akstur

sightseeing and driving

Service in Restaurants

Restauracja

Recepcja i warunki

Móttaka

Housekeeping

Front Desk / Reception

Car Rental

Bílaleiga

Play Video

Leiðbeiningar til stjórnenda um notkun raundæma

Tilgangurinn með raundæmum er að undirbúa starfsfólk fyrir ólíkar aðstæður með því að ræða mögulegar úrlausnir við samstarfsfólk. Brýndu fyrir starfsfólki að það er ekkert rétt og rangt svar, heldur er markmiðið að sjá fyrir sér aðstæðurnar og geta tekist á við þær ef að þær raungerast á vinnustað. 

  1. Ákveddu hvar þú ætlar að vinna með raundæmin t.d. á veitingastaðnum, í móttökunni, í fundarsal o.s.frv. Veldu stað með skjávarpa eða prentaðu raundæmin út fyrir starfsfólkið.
  2. Veldu flokka og raundæmi sem henta aðstæðum í þínu fyrirtæki.
  3. Veldu tungumál. Hægt er velja íslensku, ensku eða pólsku.
  4. Ef þú ert með stóran starfsmannahóp, skiptu starfsfólkinu í smærri hópa. Gott er að miða við hámark fjóra í hverjum hópi.
  5. Veldu leiðtoga fyrir hvern hóp. Hópstjórinn leiðir samtalið innan hópsins og dregur saman niðurstöður í lokin.
  6. Þú sem stjórnandi lest fyrsta raundæmið upp fyrir hópinn.
  7. Gefðu hópunum 5 mínútur til að ræða hvert raundæmi og spurningarnar sem fylgja.
  8. Opnaðu á samtalið með hópnum í heild sinni, þar sem þú ferð í gegnum spurningarnar og starfsfólk deilir hugleiðingum.
  9. Þegar umræðu er lokið, farðu yfir í næsta raundæmi og endurtaktu skref 6-8.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Menningar- og viðskiptaráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband