Leiðbeiningar til stjórnenda um notkun raundæma
Tilgangurinn með raundæmum er að undirbúa starfsfólk fyrir ólíkar aðstæður með því að ræða mögulegar úrlausnir við samstarfsfólk. Brýndu fyrir starfsfólki að það er ekkert rétt og rangt svar, heldur er markmiðið að sjá fyrir sér aðstæðurnar og geta tekist á við þær ef að þær raungerast á vinnustað.
- Ákveddu hvar þú ætlar að vinna með raundæmin t.d. á veitingastaðnum, í móttökunni, í fundarsal o.s.frv. Veldu stað með skjávarpa eða prentaðu raundæmin út fyrir starfsfólkið.
- Veldu flokka og raundæmi sem henta aðstæðum í þínu fyrirtæki.
- Veldu tungumál. Hægt er velja tungumál í hægra horninu.
- Ef þú ert með stóran starfsmannahóp, skiptu starfsfólkinu í smærri hópa. Gott er að miða við hámark fjóra í hverjum hópi.
- Veldu leiðtoga fyrir hvern hóp. Hópstjórinn leiðir samtalið innan hópsins og dregur saman niðurstöður í lokin.
- Þú sem stjórnandi lest fyrsta raundæmið upp fyrir hópinn.
- Gefðu hópunum 5 mínútur til að ræða hvert raundæmi og spurningarnar sem fylgja.
- Opnaðu á samtalið með hópnum í heild sinni, þar sem þú ferð í gegnum spurningarnar og starfsfólk deilir hugleiðingum.
- Þegar umræðu er lokið, farðu yfir í næsta raundæmi og endurtaktu skref 6-8.