VILTU ÞJÁLFA STARFSFÓLK?

Þjálfun í gestrisni er efni ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Starfsmaður í fyrirtækinu getur haldið utan um þjálfunina í samstarfi við vinnuveitanda eða fengið utanaðkomandi fræðsluaðila í verkið. Efnið byggir á fjölbreyttum sögum, stuttum eða löngum, af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Þjálfunarefnið miðast við fjóra starfaflokka sem eru: […]

Þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk Stracta hótels

Stracta hótel, Fræðslunet Suðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa undirritað samning um tilraunaverkefni um fræðslu og þjálfun starfsmanna. Markmið þess er að efla gæði og færni í ferðaþjónustu hér á landi. Stracta Hótel er staðsett á Hellu og er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Hótelið leggur áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, […]

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar gerir samning við Stefnu um þróun á rafrænni fræðslu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur samið við Stefnu um þróun á rafrænni fræðslu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Markmið með samningnum er að nýta smáforritið Veistu til að efla þekkingu framlínustarfsmanna í ferðaþjónustu. Veistu er hugbúnaður sem gefur möguleika á að útbúa skemmtilega spurningaleiki sem styðja við fræðslu. Spurningaleikjunum er síðan deilt með starfsfólki sem getur svarað þeim […]

Nýtt mastersnám í ferðaþjónustu hefst í HR í haust

Þekking og hæfni í faglegri stjórnun í ferðaþjónustu er verðmæt í íslensku atvinnulífi enda starfar mikill fjöldi fólks við greinina. Í þessu 14 mánaða stjórnunarnámi njóta nemendur sérfræðiþekkingar hérlendra og erlendra sérfræðinga og öðlast þekkingu og færni í að stýra fyrirtækjum í ferðaþjónustu og nýta sóknarfæri. Sérfræðiþekking í umfangsmikilli atvinnugrein Eftirspurn eftir þekkingu Meistaranám í […]

Markviss hæfniuppbygging innan ferðaþjónustufyrirtækja

Þann 3. apríl skrifuðu Mímir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar undir þríhliða samning varðandi að koma á markvissri hæfniuppbyggingu innan ferðaþjónustufyrirtækja og meta árangur af því. Mímir vinnur nú að verkefninu Fræðslustjóri að láni hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum en Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks (SVS) og Starfsafl fjármagna verkefnið.

Bílaleigan Geysir í samstarf við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Bílaleigan Geysir í Reykjanesbæ er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1973. Reksturinn hefur verið í núverandi mynd frá árinu 2003 og fjöldi starfsmanna er vel á fimmta tug. Fyrirtækið er með gæðavottun Vakans Lögð er áhersla á að allir starfsmenn vinni að því markmiði að viðskiptavinirnir séu ánægðir og fái eins persónulega og góða þjónustu […]

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tók þátt í samhristingi Ferðamálasamtaka Snæfellsness

Samhristingur Ferðamálasamtaka Snæfellsness var haldinn á Arnarstapa þriðjudaginn 6. mars s.l. Þeir sem gátu gefið sér tíma fyrir sögufylgd gengu frá bílastæðinu við höfnina, að útsýnispalli sem þar hefur verið komið fyrir, og eftir ströndinni (sem hefur verið friðland frá 1977), að styttunni af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson, fram hjá Eystrigjá, Miðgjá og Músagjá, […]

Friðheimar í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunetið á Suðurlandi

Fræðslunetið á Suðurlandi og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa gert samning við Friðheima um greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækinu. Verkefnið er annað tilraunaverkefni sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stendur að og fer af stað á Suðurlandi. Fræðslunetið sér um framkvæmdina og er greiningin kostuð af starfsmenntasjóðum. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring og fá gestir innsýn í ræktunina með […]

Ferðaþjónustudagurinn 2018

ÁVÖRP Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar 2014 – 2018 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra Efnahagsleg fótspor ferðamanna Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins Sjálfbær ferðaþjónusta – leiðin til framtíðar Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, stofnandi og eigandi Andrýmis ráðgjafar Fólkið og ferðaþjónustan Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu FÓTSPOR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Spjallborð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, […]

Ævintýraferðaþjónusta á Hornafirði – nýsköpun og menntun

Háskólasetrið og FAS eru í forsvari fyrir tveimur fjölþjólegum verkefnum sem snúast um þróun, nýsköpun og menntun í ævintýraþjónustu. Verkefnin nefnast SAINT – Slow Adventure in Northern Territories, styrkt af Norðurslóaðáætlun Evrópusambandsins og ADVENT – Adventure Tourism in Vocational Education and Training, styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins (Erasmus +) Í dag 14. mars var haldin ráðstefna […]

Flúðasveppir – Farmes bistro fyrstir á Suðurlandi til að skrifa undir samning um tilraunaverkefni

Flúðasveppir – Farmers bistro er fyrsta fyrirtækið í ferðaþjónustu á Suðurlandi til að taka þátt í verkefni á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um markvissa hæfniuppbyggingu starfsmanna. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vinnur, á forsendum ferðaþjónustunnar, að því að auka hæfni starfsfólks og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar. Til þess að ná þessu markmiði hóf Hæfnisetrið […]

Fræðsla er stór þáttur í starfseminni

Kynnisferðir – Reykjavík Excursions er fyrirtæki sem býður upp á úrval ferða og afþreyingu fyrir einstaklinga og hópa. Starfsemin er fjölbreytt, en hún felst m.a. í rekstri ferðaskrifstofu, bílaleigu, langferðabíla og strætisvagna. Félagið rekur líka þvottastöð og bifreiðaverkstæði. Kynnisferðir hafa rekið Flugrútuna milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar síðan 1979. Félagið fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu […]

Iceland Travel menntafyrirtæki ársins

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt 15. febrúar sl. Iceland Travel er menntafyrirtæki ársins 2018. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar afhenti verðlaunin á árlegum menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn í Hörpu. Iceland Travel er leiðandi ferðaskrifstofa í móttöku erlendra ferðamanna sem byggir á áratuga reynslu. Ársveltan stefnir í 14 milljarða og farþegar sem […]

Árangursmælikvarðar – verkfæri fyrir sí- og endurmenntun

KOMPÁS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins / Hæfnisetur ferðaþjónustunnar ætla ásamt sérfræðingum og reynsluboltum úr atvinnulífi og skólum að takast á við áskorunina að finna árangursmælikvarða / verkfæri fyrir sí- og endurmenntun. Mánudaginn 12. febrúar hittist ráðgjafahópur til að ræða þetta frekar og hvernig árangursmat gæti verið framkvæmt. Mikil þekking er til á þessu sviði, en áskorunin […]

Bæta þarf gæði í ferðaþjónustunni

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar bíður ferðaþjónustufyrirtækjum að taka þátt í verkefni til að auka hæfni starfsmanna í greininni. Hæfnisetrið er samstarfsverkefni hagsmunaaðila í ferðþjónustunni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar og er í samvinnu um fræðsluverkefni við símenntunarmiðstöðvar á landsvísu. Hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er að starfa á forsendum ferðaþjónustunnar til að auka hæfni starfsfólks og þar með […]

Raunfærnimat í matvæla- og veitingagreinum

Nú stendur yfir skráning í raunfærnimat í matvæla- og veitingagreinum (matreiðslu og matartækni) hjá IÐUNNI fræðslusetri. Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði og getur mögulega stytt nám. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Þessi leið […]

Hafðu samband