Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur samið við Stefnu um þróun á rafrænni fræðslu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Markmið með samningnum er að nýta smáforritið Veistu til að efla þekkingu framlínustarfsmanna í ferðaþjónustu. Veistu er hugbúnaður sem gefur möguleika á að útbúa skemmtilega spurningaleiki sem styðja við fræðslu. Spurningaleikjunum er síðan deilt með starfsfólki sem getur svarað þeim í snjalltækjum. Hæfnisetrið mun þróa grunnsöfn spurninga sem fyrirtæki og samstarfsaðilar Hæfnisetursins geta fengið aðgang að.
Sveinn Aðalsteinsson, Hæfnisetrinu, og Jóhanna María Kristjánsdóttir, Stefna ehf., skrifuðu undir samstarfssamninginn í morgun.
Nánar um Veistu má finna hér