Friðheimar í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunetið á Suðurlandi

Fræðslunetið á Suðurlandi og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa gert samning við Friðheima um greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækinu. Verkefnið er annað tilraunaverkefni sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stendur að og fer af stað á Suðurlandi. Fræðslunetið sér um framkvæmdina og er greiningin kostuð af starfsmenntasjóðum.

Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring og fá gestir innsýn í ræktunina með stuttum og fræðandi fyrirlestri. Í gestastofunni má líka skoða sýningu um ylrækt á Íslandi. Þá er hægt að taka gómsætar minningar með sér heim, því það eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi. Veitingarstaðurinn í gróðurhúsinu bíður upp á  einstakrar matarupplifanir, þar sem tómatarnir vaxa allt árið um kring! Tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt og ferðamönnum boðið upp á hestasýningu á fjórtán tungumálum.

 

Hafðu samband