Þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk Stracta hótels

Stracta hótel, Fræðslunet Suðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa undirritað samning um tilraunaverkefni um fræðslu og þjálfun starfsmanna. Markmið þess er að efla gæði og færni í ferðaþjónustu hér á landi.
Stracta Hótel er staðsett á Hellu og er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Hótelið leggur áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna. Matreiðslumennirnir leggja áherslu á hráefni úr næsta nágrenni eins og kostur er. Hótelið tók til starfa í júní 2014. Á Stracta hótel starfa á milli 40 til 60 starfsmenn eftir árstíðum.
Á myndinni sem var tekin við undirritun samninga eru þau Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, Svava Sæberg veitingastjóri og Jacek Miroslaw Sosnowski matreiðslumaður frá Stracta hótel á Hellu.

Hafðu samband