Þjálfun í gestrisni

Þjálfun í gestrisni er efni ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Fræðsluefnið byggir á raundæmum en það eru fjölbreyttar sögur af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Efnið skiptist í fjóra flokka: Móttaka og aðbúnaður​, veitingar​, þrif og umgegni​ og bílaleiga. Í hverjum starfaflokki eru tíu raundæmi og verkefni.

Reynsla notenda

It was fun it made us think about real situations

Létt og skemmtilegt. Hópurinn hristur saman. Brotið upp með leikjum, stutt og hnitmiðað

Létt og skemmtilegt. Hópurinn hristur saman. Brotið upp með leikjum, stutt og hnitmiðað

We learned something about each other in our different departments in cases

It was fun it made us think about real situations

Lifandi og skemmtilegt. Æfingarnar sérstaklega skemmtilegar

Dæmi góð og auðvelt að setja sig í spor og heimfæra upp á vinnustaðinn okkar

Learning from stories is effective. Communication is very important. Teamwork, we are all in the same team.

It made you see yourself in various situations which are real, and ways to deal with them

Það er ávallt ánægjulegt og þægilegt að vinna með Margréti hjá Gerum betur ehf. Hún er mjög lausnamiðuð og þekkir þarfir okkar vel.

 Kennsluleiðbeiningar

Hér má nálgast kennsluleiðbeiningar og kennslumyndband um uppbyggingu efnisins. Efnið er sérstaklega ætlað stjórnendum/leiðbeinendum sem geta leiðbeint og þjálfað starfsfólk. Leiðbeingarnar eru aðgengilegar til niðurhals á íslensku, ensku og pólsku. Einnig má nálgast myndbönd hér að neðan, þar sem farið er ítarlega yfir kennslufræðina.

Íslenska Polski English

Höfundar

Höfundar efnis eru Margrét Reynisdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir.

Sigrún Jóhannesdóttir (Master of Sience in Instructional Technology) hefur langa og fjölbreytilega reynslu af fræðslustörfum og mannauðsmálum. Hún starfaði síðast hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem sérfræðingur í fullorðinsfræðslu með áherslu á skapandi aðferðir í hönnun náms, kennslu og þjálfun. Hún hefur séð um margvísleg þjálfunarnámskeið fyrir leiðbeinendur og kennara og tekið þátt í margvíslegum nýsköpunarverkefnum á fræðslusviði – bæði innlendum og fjölþjóðlegum.

Margrét Reynisdóttir (M.Sc. í stjórnun og stefnumótun, M.Sc. í alþjóða markaðsfræði og BSc. í matvælafræði) hefur frá árinu 2003 veitt ráðgjöf og haldið fjölda námskeiða og vinnustofur um þjónustustjórnun, þjónustuhönnun/-mótun, þjónustustefnu, þjónustumælikvarða og þjónustusamskipti af ýmsum toga svo sem móttöku viðskiptavina, erfiða viðskiptavini, tölvupóstsamskipti, þjónustusímsvörun, hrós, kvartanir og ábendingar og ólíka menningarheima. Hún er m.a. höfundur kennslumyndbandanna Þjónustan er fjöreggið (2010) og ritaði fyrstu íslensku bókina um þjónustu: Þjónusta — Fjöregg viðskiptalífsins (2008). Aðrar bækur eftir Margréti eru Að fást við erfiða viðskiptavini (2016), 50 uppskriftir að góðri þjónustu (2016), Þjónusta og þjóðerni – Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti (2014), 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum (2012, 2015) og ritið Þjónustugæði (2006). Hún er einnig meðhöfundur að efninu Færni í Ferðaþjónustu (2008).

Nánar