Framúrskarandi reynsla af jöklinum

SAGAN:

Eftirfarandi ummæli voru skrifuð af viðskiptavini eftir vellukkaða ferð: „Þetta fyrirtæki var til fyrirmyndar! Við höfðum bókað ferð í janúar til þess að heimsækja íshellana í Langjökli. Ekið var með okkur að grunnbúðum jökulsins. Leiðsögumaðurinn var frábær! Hann hafði góða þekkingu á svæðinu, hellamynduninni og var fyndinn. Hann svaraði öllum spurningum, hvort sem þær snerust um tæknina, ferðina eða eitthvað af handahófi um Ísland. Bæði hann og bílstjórinn fylgdust með öryggi okkar og líðan. Farþegar voru á öllum aldri, þar með talin ung börn og leiðsögumaðurinn reyndist öllum vel.
Eftir tveggja tíma akstur komum við í grunnbúðir. Síðan ókum við upp á jökulinn í stórum trukki. Loftþrýstingi í dekkjunum er stýrt af sérstökum búnaði og hægt er að komast á áfangastaðinn þrátt fyrir að skyggni sé nánast ekkert vegna þess að notað er sérstakt smáforrit og GPS.
Leiðsögumaðurinn sá okkur fyrir skóm og ísbroddum. Hellirinn er manngerður og afar vel viðhaldið. Sólarlagið þegar við komum út mun seint gleymast. Stuttur snjóbylur brast á þegar við komumst aftur í grunnbúðirnar. Veran í trukknum var svo örugg að flestir farþeganna dottuðu á leiðinni til baka og rifjuðu ferðina upp hrjótandi í draumum sínum.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hafa veður og færð á upplifun ferðamanna?
  • Hvaða máli skiptir útbúnaður í ferðinni?
  • Hvað varð til þess að ferðamennirnir fengu ríka öryggistilfinningu og leið vel í aðstæðum?
  • Hvernig geta bílstjórar og starfsmenn mætt þörfum ólíkra aldurshópa?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband