Þægilegar rútur og fyrirmyndar þjónusta

SAGAN:

Við fundum fyrirmyndar rútufyrirtæki sem við nýttum okkur mest af tímanum sem við vorum á Íslandi. Þetta er traust fyrirtæki sem býður upp á þjónustu fyrir ferðamenn. Bílstjórarnir voru stundvísir bæði þegar við vorum sótt og okkur skilað á áfangastað. Við fengum skjót svör við fyrirspurnum sem við sendum.
Bílarnir eru sérstaklega hreinlegir og um borð er frír netaðgangur. Bílstjórarnir aðstoða fólk við að koma farangrinum fyrir á flugvellinum og þegar þeir sækja mann á hótelið á leiðinni til baka. Leiðsögumennirnir eru fróðir og skemmtilegir. Þegar við fórum Gullna hringinn þá var leiðsögumaðurinn bæði skemmtilegur og hjálpsamur. Þegar við fórum í norðurljósaferð var leiðsögumaðurinn sérstaklega ákveðinn í að við skyldum sjá Norðurljósin eins og raunin varð.
Niðurfelling ferða (vegna slæms veðurs) var tilkynnt með tölvupósti með nægum fyrirvara til þess að hægt væri að bóka aðrar ferðir. Við munum svo sannarlega mæla með þessu fyrirtæki við vini okkar sem ætla að heimsækja Ísland, sérstaklega að vetrarlagi þegar veður og færð á vegum eru ófyrirsjáanleg.

VERKEFNIÐ:

Hvaða máli skiptir stundvísi?

Hvað máli skiptir hreinlæti og annar aðbúnaður í bílunum?

Ber bílstjórum að sjá um hleðslu á farangri?

Hafa viðhorf og viðmót leiðsögumanna og bílstjóra áhrif á upplifun ferðamanna?

Skiptir miðlun upplýsinga um ferðir og breytingar máli?

Hafðu samband