Enginn bílstjóri í augnsýn

SAGAN:

Þessi ummæli voru sett á Tripadvisor: „Þegar við komum á flugvöllinn eftir langt flug var bílstjórinn sem átti að sækja okkur ekki þar. Við hringdum í uppgefið númer og fengum síðan samband við síma bílstjórans. Bílstjórinn sagði okkur að hann væri með okkur í bílnum sínum! Jæja, ég giska á að hann hafi sótt annað fólk. Hann sagði okkur að bíða róleg meðan hann skutlaði farþegunum og að hann kæmi aftur eftir um það bil 45 mínútur. Þetta var seint um kvöld og ekki hægt að fá skutlu og við vorum jú búin að borga svo við biðum … og biðum … og biðum …. 90 mínútum seinna og enn enginn bílstjóri og ekkert svar í símanum hans. Við hringdum aftur í aðalnúmerið og var þá sagt að panta leigubíl okkur að kostnaðarlausu. Það var bót í máli en þetta var mjög ófaglegt.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir svona mistök?
  • Hvernig hefði bílstjórinn geta brugðist við þegar mistökin komu í ljós?
  • Hefðu þau sem svöruðu í aðalnúmerið átt að fylgja málinu eftir?
  • Hvaða áhrif getur svona þjónusta haft á upplifun ferðamanna af landinu?
  • Skiptir máli hvenær í fríinu slæm þjónusta er veitt, t.d. eins og hér við komuna til landsins?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband