Námskeið MSS

Fjölbreytt námskeið hjá fyrirtækjasviði MSS sem nýst geta innan ferðaþjónustu.

Erfiðir viðskiptavinir

Stuttir fyrirlestrar, áhersla lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Ferðaþjónusta 1

Ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína á sviði þjónustu, samskipta og starfshæfni.

Ferðaþjónusta 2

Framhaldsnámskeið af Ferðaþjónustu 1 þar sem kafað er dýpra í einstaka þætti sem nýtast í störfum innan ferðaþjónustu á Íslandi.

Þjónustugæði – Samkeppnisforskot

Markmið Þjónustugæði – Samkeppnisforskot og velgengni er að gefa stjórnendum fyrirtækja kost á aðgengilegu og hagnýtu efni um þjónustugæði.

Tips: Tímastjórnun og tölvupóstur

Tölvupóstur er mikilvægur samskiptamiðill fyrirtækja. Ég hef því tekið saman nokkur “tips” sem gætu sparað tíma og aukið afköst.

Leiðtoginn og stafræn umbreyting

Námið snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist stafrænni umbreytingu fyrirtækja, hins opinbera og þriðja geirans.

SÉRFRÆÐINGUR Í SAMNINGATÆKNI

Áhersla lögð á að skoða samningatækni út frá ólíkum sjónarhólum og þjálfa þátttakendur í að verða betri í samningatækni sem nýtist við ólíkar aðstæður. 

Teymi og tilfinningagreind

Þekking, færni og leikni sem tengist uppbyggingu á mannauði hvort sem er í einkageira, hjá hinu opinbera eða í þriðja geiranum. 

Þjálfa þjálfarann (train the trainer)

Leiðbeinendur þjálfaðir til að þjálfa á vinnustað sínum gagnrýna hugsun, úrlausnahæfni samskipti, sjálfsþekkingu, skapandi lausnanálgun og samvinnu.

Hafðu samband