Árangursrík sala

Sölufólk sem nær árangri fylgir ferli sem leiðir til lokunar sölu, frá upphafi sambands við viðskiptavin. Námskeiðið tekur á þeim höfuðþáttum sem ákvarða árangur í sölu og því hvernig byggja á upp samband sem skilar árangri.

Fjölmenningarskóli Vesturlands

Fjölmenningarfærni er sífellt meira metin á vinnumarkaði, sérstaklega í alþjóðlegu eða fjölbreyttu umhverfi. Fjölmenningarfræni felur í sér að huga að því hvernig sé best að veita góða þjónustu og sýna gott viðmót í samskiptum við einstaklinga af erlendum uppruna samhliða því að huga að hvað fellst í inngildandi samfélagi og vinuumhverfi.

Raddheilsa og raddbeiting

Farið yfir hvað stuðlar að góðri raddheilsu, en einnig er farið yfir mismunandi þarfir hlustenda og hvernig best sé að ná til mismunandi hópa.

Menningarlæsi og þjónustusamskipti

Fjallað er um lykilþætti í þjónustu og móttöku gesta. Rætt er um atriði í menningu Íslendinga  sem gæti haft neikvæð áhrif á upplifun gesta. Líflegar umræður um ýmis hagnýt ráð til að skapa jákvæða móttöku og þjónustuupplifun ferðamanna frá 17 þjóðlöndum.

Hafðu samband