Dísætir kokkteilar með steikinni

SAGAN:

Í umsögn sem birtist á Tripadvisor stóð: „Ég vara aðra við þessum stað!
Við hjónin vorum ákveðin í að gera okkur glaðan dag og halda upp á silfurbrúðkaupsafmæli okkar með góðum vinum. Við pöntuðum því borð á þekktum veitingastað með löngum fyrirvara. Það gekk ekki alveg eftir – í
stuttu máli var maturinn dásamlegur en við urðum fyrir miklum vonbrigðum með þjónustuna.

Starfsmaður kom fljótlega með matseðilinn og muldraði eitthvað sem var óskiljanlegt. Þegar ég sagðist ekki heyra hvað hann sagði og bað hann að endurtaka virtist hann móðgaður og endurtók það sem hann muldraði áður með fýlusvip og flýtti sér í burtu.

Fimmtán mínútum seinna kom annar starfsmaður og við pöntuðum matinn og fordrykki (kokkteila). Við tókum fram að við vildum drykkina fyrir matinn. Við fengum strax vatn á borðið en enga kokkteila til að skála fyrir
brúðkaupsafmælinu. Öðrum fimmtán mínútum seinna brast þolinmæðin og við spurðum starfsmanninn hvenær von væri á fordrykkjunum. Hann varð eitt stórt spurningarmerki í framan og sagðist ekki vita það!

Stuttu seinna kom hann með kokkteilana og matinn augnabliki síðar. Við enduðum með því að drekka dísæta og bragðsterka kokkteila með steikinni!“

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða endurminningar frá þessu veitingahúsi munu líklega sitja eftir hjá silfurbrúðkaupshjónunum?
  • Hvað getur skýrt framkomu starfsmannsins sem kom með matseðilinn? Hvernig sáu gestirnir að hann virtist móðgaður?
  • Hvað er athugavert við svar starfsmannsins sem tók við fyrirspurninni um kokkteila fyrir matinn? Hvernig hefði hann frekar átt að bregðast við?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband