Engin skafa

SAGAN:

Erlendur maður í viðskiptaferð flýgur frá Reykjavík til Akureyrar um hávetur og fer beint í bás bílaleigunnar þegar hann lendir. Þar spyr hann starfsmann í merktum einkennisfatnaði hvernig hann kemst á áfangastað. Starfsmaðurinn kemur upplýsingunum skilmerkilega frá sér. Bíllinn er tandurhreinn, nýlegur og auðfundinn. Það er líka auðvelt að rata eins og starfsmaðurinn hafði sagt. Eftir fundinn þegar erlendi ferðamaðurinn hyggst halda á ný út á flugvöll vandast hinsvegar málið. Það hafði verið slydda um daginn og síðan fryst. Þegar maðurinn kemur inn í bílinn sést ekki út um framrúðuna því hún er héluð. Það er tekið að dimma og hann leitar að sköfunni í bílnum. Það er hinsvegar engin skafa í bílnum og klukkutími í flug til baka. Maðurinn nær að losa þurrkurnar og lætur rúðuvökvann bræða klakann á framrúðunni í dágóða stund áður en hann leggur af stað. Þar sem hann er orðinn seinn þá keyrir hann af stað um leið og smá glufa er á framrúðunni til að horfa út. Það er svo aðeins box til að taka við bíllyklinum þegar maðurinn kemur út á flugvöllinn þannig að hann getur ekki látið vita af óförum sínum og bent á þennan galla á búnaði bílsins.

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig mynduð þið lýsa upplifun mannsins af þjónustunni?
  • Hvaða tilfinningu haldið þið að maðurinn hafi gagnvart bílaleigunni eftir þessa upplifun?
  • Hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta?
  • Hvað geta þessi mistök kostað fyrirtækið og/eða viðskiptavininn?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband