Vilji til að hjálpa

SAGAN:

Erlendur ferðamaður segir frá upplifun sinni á Íslandi á eftirfarandi hátt: „Við vorum sársvöng og úrvinda þegar við sóttum bílaleigubílinn á flugvellinum. Fyrst fannst okkur við ekki vera velkomin því allt starfsfólkið virtist upptekið við annað en að taka á móti gestum og var það komið í hnapp saman í hrókasamræður. Andrúmsloftið breyttist samt á augabragði þegar okkur var heilsað vingjarnlega af brosmildum starfsmanni sem virtist vera eini sem var að sinna viðskiptavinum. Hann spurði okkur hvert ferð okkar væri heitið og sá þá strax að það væri hjálplegt fyrir okkur að hafa kort og útskýrði svo hvernig við kæmumst á áfangastað og gaf okkur upplýsingar um umferðatafir, færð og veðurspá.
Við spurðum starfsmanninn hvort það væri þokkalegur veitingastaður nálægt. Hann var eins og eitt spurningarmerki í framan en virtist svo átta sig. Hann sagði okkur frá veitingastað í nágrenninu og bauðst til að hringja fyrir okkur og athuga hvort þeir ættu laust borð.

Hann gekk með okkur að bílnum, hjálpaði okkur að koma farangrinum inn í hann, útskýrði vandlega fyrir mér hvernig gps-tækið virkaði, setti inn heimilisfangið á veitingastaðnum og benti á hvaða útvarpsstöð væri á ensku.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvers vegna upplifðu gestirnir að þeir væru ekki velkomnir þegar þeir gengu inn?
  • Hvaða áhrif hefur það á gestina þegar þeir upplifa að starfsfólk er tilbúið að gera allt fyrir þau?
  • Nefnið öll atriðin sem e.t.v. hafa farið fram úr væntingum gestanna.
  • Hvaða áhrif hefur það á vinnuandann til lengri tíma þegar vinnan lendir alltaf á sama starfsfólkinu?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband