Reiður gestur róaður

SAGAN:

Reiður gestur kemur inn á bílaleiguna. Starfsmaðurinn í móttökunni veitir honum strax athygli en verður aðeins stressaður þar sem samstarfsfólk hans er rétt hjá hlæjandi að nýjustu hugmyndinni fyrir starfsmannaferðina. Þegar gesturinn er búinn að ausa úr sér býður starfsmaðurinn honum að koma með sér á bak við, þar sé hægt að ræða saman í ró og næði og finna lausn á málinu. Starfsmaðurinn býður gestinum kaffi og súkkulaði sem hann þiggur. Starfsmaðurinn byrjar að spyrja spurninga. Hann endurtekur svo það sem hann sagði og spyr hvort hann hafi ekki örugglega skilið gestinn rétt. Sú aðferð svínvirkar því þeir finna farsæla lausn á vandamálinu og undir það síðasta eru þeir farnir að hlæja saman. Áður en gesturinn heldur sína leið biðst hann afsökunar á því hversu æstur hann var þegar hann kom.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað gæti hafa gert gestinn svona reiðan í upphafi?
  • Af hverju var gestinum boðið að koma á bak við?
  • Hvers vegna stressaði það starfsmanninn að samstarfsfólkið var hlæjandi?
  • Hvaða kosti hefur það í för með sér að bjóða gestinum á bak við?
  • Rekið söguna og bendið á hvað það var sem gerði endinn svona farsælan.
  • Hvað var það sem starfsmaðurinn gerði sem hafði mest áhrif á niðurstöðu málsins?
  • Hvernig hafið þið náð að róa reiða viðskiptavini? Deilið reynslusögum.

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband