Dónalegi bílstjórinn

SAGAN:

Þessi umsögn var sett á Viator: „Versta upplifun okkar hingað til og mjög ófagleg. Við áttum pantaðan bíl kl. 07:45, sem kom ekki. Við hringdum og sá sem svaraði sagði að við værum ekki á listanum. Síðan fékk ég samband við einhvern annan sem sagði okkur að bíða þarna því bílstjórinn kæmi bráðum. Einstaklega dónalegur. Bílstjórinn kom ekki svo ég hringdi aftur og mér var sagt að það væri 10 mínútna bið. Bílstjórinn stormaði inn í komusalinn og hrópaði nafnið mitt hástöfum og segir mér svo að koma með sér. Við komum að bílnum, hann lét okkur sjálf hlaða farangrinum í bílinn og síðan keyrðum við til AirBnB gistingar okkar. Meðan á akstrinum stóð hringdi hann, sendi SMS og hann fór meira að segja á netið. Fáránlegt. Fyrirtækið gaf honum upp rangt heimilisfang og hann stundi þegar ég sagði honum rétt heimilisfang. Þegar við komum að íbúðinni, henti hann bókstaflega töskunum okkar á blautu götuna og sagði okkur að flýta okkur. Ekki veit ég hvað við gerðum til að gera hann svona fúlan en hann var ekki ánægður. Versta reynsla og upplifun af Íslandi. Ekki versla við þetta fyrirtæki. Ég hef aldrei upplifað annað eins og gat varla trúað þessu. Taktu frekar rútuna í stað þess að eyða 250 USD í leigubíl fyrir 5 manns. Starfsfólkið þar er mjög vingjarnlegt og miklu áreiðanlegra. Vona að þetta hjálpi!“

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hafa samskiptin við þjónustuborðið á viðskiptavininn?
  • Hvaða áhrif hefur slæm þjónusta við komuna til landsins á ferðamenn?
  • Hvernig hefði bílstjórinn geta veitt betri þjónustu?
  • Ber bílstjórum að sjá um hleðslu á farangri?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband