Allt var gott þangað til…

SAGAN:

Við fórum í þriggja daga ferð til Íslands. Allt gekk vel þangað til það kom að norðurljósaferðinni. Eftir að ferðinni var frestað tvö kvöld í röð fórum við að skoða norðurljósin síðasta kvöldið okkar. Það er ekki flókið að átta sig á því að norðurljós sjást hvorki í gegnu um ský né ljósmengun. En okkar leiðsögumenn ákváðu að leggja á upplýstu bílastæði þar sem það var skýjað. Þar biðum við í tvo tíma án þess að færa okkur, þar var ekkert að sjá annað en hóp af vonsviknum ferðamönnum sem höfðu borgað fyrir að sjá norðurljós. Á leiðinni til baka á hótelið sagði leiðsögumaðurinn ekki orð við okkur, hló bara og grínaðist við bílstjórann. Örugglega á okkar kostnað. Ég hef tilkynnt þetta til ferðaskrifstofunnar og hvatti þau til að nota ekki þetta fyrirtæki aftur, þeir eyðilögðu upplifun okkar af fríinu með framkomu sinni. Vitanlega heyrðum við af öðrum ferðamönnum sem upplifðu norðurljós öll þrjú kvöldin á Íslandi. Mín ráðlegging er að þið gerið ykkar eigin ferðaáætlun og bókið ferðir með litlum staðar fyrirtækjum til að sjá norðurljósin

VERKEFNIÐ:

Hefði verið hægt að eiga betri samskipti við ferðafólkið, skiptir máli að útskýra t.d. valið á áfangastaðnum?

Hvernig hefði verið hægt að gera upplifun ferðafólksins jákvæða þrátt fyrir að þau sæju ekki norðurljós?

Hvernig hefði verið hægt að gera upplifun ferðafólksins jákvæða þrátt fyrir að þau sæju ekki norðurljós?

 

Hafðu samband