Gleymdi síminn

SAGAN:

Þegar gestirnir voru farnir tók starfsmaður eftir því að dýr farsími lá
á gólfinu við hliðina á einum stólnum. Hann tók farsímann og setti
hann í læsta hirslu. Hann mundi að þessir gestir höfðu átt pantað
borð og ákvað því að reyna hafa upp á einhverjum þeirra með því
að fletta upp í bókinni þar sem pantanir voru skráðar og kanna
hvort símanúmer hafi verið skráð. Þegar hann hringdi í skráða
númerið þá hringdi bara farsíminn í læstu skúffunni.
Starfsmaðurinn tók eftir því að yfirmaðurinn var farinn að gefa
honum illt auga og aðrir gestir biðu. Hann fór því að sinna
gestunum en það truflaði hann samt að geta ekki látið gestinn vita
af símanum.
Allt í einu datt honum í hug að þar sem gesturinn hét tveimur
nöfnum gæti hann fundið vini hans á facebook í símanum sínum og
látið vita. Um leið og stund gafst til fór hann í símann sinn og fór að
leita á facebook. Hann fann þann sem átti pantað borðið og sendi
manninum og konunni hans líka til öryggis skilaboð. Eftir örfáar
sekúndur fékk hann svar frá eiginkonunni með mörgum brosköllum.
Eigandi símans var búinn að snúa öllu við í bílaleigubílnum og á
hótelherberginu við að leita að símanum og var óendanlega
þakklátur. Viðbrögðin létu ekki á sér standa hjá starfsmanninum,
hann ljómaði.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað er almennt til ráða þegar svipuð atvik koma upp?
  • Hvað finnst ykkur um viðbrögð starfsmannsins?
  • Hvaða áhrif getur það haft á aðra gesti ef langur tími fer í svona þjónustu?
  • Útskýrið hvaða áhrif frumkvæði starfsmanna í þessum aðstæðum hefur á ánægju gesta, ummæli og tryggð?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband