Hugulsemi vegna sérþarfa

SAGAN:

Stórfjölskylda var saman á ferð um Ísland. Þau voru svo heppin
að fá borð með stuttum fyrirvara á góðum veitingastað. Starfsfólkið
tók brosandi á móti þeim og var svo hugulsamt að passa upp á að
þau gætu öll setið saman.
Einn úr hópnum var með ofnæmi fyrir fiski. Starfsfólkið var ekki með
það á hreinu hvort þau höfðu djúpsteikt fiskinn í sömu olíunni og
frönsku kartöflurnar. Til að vera alveg viss þá skiptu þau alveg um
olíu í djúpsteikingarpottinum og steiktu svo kartöflurnar sérstaklega
fyrir gestinn sem var með ofnæmi fyrir fiski. Gesturinn þakkaði kærlega fyrir hugulsemina.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefur svona umsögn á starfsandann á staðnum?
  • Hvað þurfti mikla vinnu til að veita þessa sérstöku þjónustu?
  • Hvað getur starfsfólk gert strax í upphafi til að kanna hvort gestir séu með sérþarfir?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband