Grænmetisréttirnir

SAGAN:

Fjölskylda ætlaði að gista á sama hóteli í sjö daga og var hálft fæði
innifalið þar, morgunverður og kvöldmatur. Dóttirin í fjölskyldunni er
grænmetisæta og ákváðu þau því að senda tölvupóst og láta hótelið
vita svo starfsfólkið gæti undirbúið sig. Í svari frá hótelinu kom fram að starfsfólk veitingastaðarins væri ekki sérhæft í matreiðslu grænmetisrétta, en þau hefðu þó fengið svipaða fyrirspurn áður og gætu vel komið til móts við sérþarfir dótturinnar.
Raunin varð sú að dóttirin fékk mun fábrotnari mat
en aðrir á veitingastaðnum. Hún kláraði sjaldnast matinn af diskinum.
Hún sást daglega fara í matvöruverslun sem var rétt hjá hótelinu og
rogast upp á herbergið poka með birgðum af hnetum og ávöxtum til
að borða fyrir og eftir matinn.

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig ætli heildarupplifun fjölskyldunar af hótelinu hafi verið?
  • Hverjir/hver ber ábyrgð á ánægju gestanna?
  • Hvað segir dæmisagan um teymisvinnuna á vinnustaðnum?
  • Hvernig getur starfsmaðurinn sem tók á móti tölvupóstinum tryggt að upplýsingarnar komist í réttar hendur?
  • Hvaða er til ráða þegar gestir eru með sérþarfir?
  • Hvernig hefðu þjónar og móttökustarfsmenn getað kannað reglulega hvort allir væru ánægðir með veitingarnar?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband