Væntingar og raunveruleiki

SAGAN:

Eftirfarandi ummæli voru sett á Hotels.com: „Morgunverðurinn var svo ólystugur að hann var eiginlega brandari!
Meginlandsmorgunverður (continental breakfast) með brauði, áleggi og grænmeti er nú yfirleitt ekki uppá marga fiska en þessi sló öll met. Það var einn diskur með einum tómati í sneiðum og agúrku í bitum
og einni appelsínu í sneiðum. Það var bara ein tegund af gömlu og þurru sætabrauði, nokkrir diskar með kjötáleggi, ein tegund af osti og nokkrar tegundir af morgunkorni.

Það var álíka fáránlegt að tékka sig út af hótelinu. Ég hafði séð fjóra starfsmenn um morguninn en sá ekki sálu þegar ég beið við móttökuborðið. Eftir nokkra stund kom einhver sem talaði litla ensku og tók við lyklunum mínum, sagði bara „Okay bye“ og lét sig hverfa.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvað gæti verið ástæða fyrir því að þjónustan er svona?
  • Gera vinirnir of miklar kröfur? Útskýrið.
  • Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar gestir tékka sig út?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband