Undirmönnun og veikindi

SAGAN:

Það voru búin að vera veikindi meðal starfsfólks í þrifum og því var undirmannað. Gestunum á hótelinu hafði hinsvegar ekkert fækkað og margir nýir voru að koma. Allt þurfti samt að vera hreint og klárt fyrir kl. 15 því þá máttu nýju gestirnir tékka sig inn. Klukkan ellefu hringir móttökustarfsmaður í yfirþernuna og segir að það séu hjón í móttökunni með grátandi barn sem sé að kasta
upp. Hann spyr gætilega hvort það sé herbergi tilbúið eða hvort þau geti klárað eitt herbergið í einum grænum. Starfsfólkinu þótti auðvelt að setja sig í spor gestanna en þetta þýddi að þau þurftu að skipuleggja sig upp á nýtt og vinna enn hraðar.

Yfirþernan sagði starfsfólkinu síðar um daginn að gestirnir hefðu þakkað fyrir aftur og aftur þegar hún mætti þeim síðar um daginn á ganginum.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefði það getað haft á aðra gesti sem gengu um móttökuna ef hjónin hefðu þurft að bíða þar í fjórar klukkustundir?
  • Hverjir eru kostir og gallar við svona aukaþjónustu?
  • Hvaða áhrif getur svona álag haft á teymisvinnu/liðsheild til lengdar?
  • Hvað hefði yfirþernan getað sagt meira eða gert fyrir starfsfólkið?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband