Farið fram úr væntingum

SAGAN:

Þessi umsögn er tekin af Tripadvisor:

„Mig langar að hrósa Evu í herbergisþrifum á Hótel Stardust fyrir að fara algjörlega fram úr mínum björtustu vonum. Ég gisti hjá þeim yfir helgi því ég var að fara í brúðkaup í nágrenninu. Ég var með einn kjól með mér en sá á síðustu stundu að það þurfti að lagfæra kjólinn. Ég bað Evu um hjálp og leysti hún úr vanda mínum og bjargaði deginum. Það var dásamlegt að gista á þessum stað vegna þess hvað Eva og samstarfsfólk hennar voru alúðleg. Ég mun aldrei gleyma hugulsemi hennar. Það er erfitt að finna starfsfólk eins og hana. Ég vona að þau sem stýra hótelinu kunni að meta störf hennar.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvað áhrif hefur svona hrós, þar sem starfsmaður er nafngreindur, á viðkomandi starfsmann?
  • Hvaða áhrif hefur hrós á annað starfsfólk?
  • Hvaða leiðir eru góðar til að koma hrósi áleiðis á vinnustað?
  • Hvaða áhrif getur hrósið haft á samskipti á vinnustaðnum?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband