Leikföng úr handklæðum

SAGAN:

Starfsmaður sem vann í herbergjaþrifum á góðum gististað fór að velta fyrir sér hvað hann gæti gert til að gleðja gestina. Hann tók eftir því að fjölskyldur með börn sem komu á gististaðinn voru ekki
alltaf með leikföng með sér. Starfsmaðurinn leitaði að leiðbeiningum á netinu um hvernig hann gæti búið til leikföng úr handklæðum og fékk margskonar hugmyndir. Hann fór að leika sér að því búa til mismunandi dýr í hvert skipti sem gestir með börn gistu. Hann var ekki sleipur í ensku en sá á látbragði foreldranna og barnanna að þetta kom þeim ánægjulega á óvart. Dag einn nokkru síðar kemur eigandinn til hans brosandi og segir: „Það var sérstaklega fjallað um þig á Tripadvisor í dag og við fengum fimm stjörnu umsögn. Fólkið sagði að það sem gerði
dvölina ógleymanlega voru litlu dýrin frá þér sem biðu þeirra í hvert skipti sem þau komu á hótelið. Hvernig hefur þú tíma til að dúlla þér við þetta?”, sagði hann.

VERKEFNIÐ:

  • Hverjir eru kostir og gallar við svona aukaþjónustu?
  • Hversu langt er eðlilegt að ganga í að gleðja gesti með umframþjónustu?
  • Er eigandinn alveg sáttur við störf starfsmannsins?
  • Nefnið nokkur dæmi um þjónustu sem fer fram úr væntingum.

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband