Samskipti án orða

SAGAN:

Gestur á hóteli ætlar að fá sér kaffi þegar hann sér að það er bara koffínlaust kaffi (decaf) og
te í boði. Honum þykir ekki þess virði að drekka koffínlaust kaffi. Hann man að hann sá
herbergisþernu við þrif á ganginum þegar hann kom inn.
Gesturinn röltir fram á gang, þótt hann sé bara á stuttbuxum
og hlýrabol, og kannar hvort þernan gæti hjálpað honum. Hún talar
ekki íslensku og nánast enga ensku. Gestinum tekst ekki að gera sig
skiljanlegan. Þernan er eins og hengd upp á þráð og gengur í átt að
herbergisdyrum sem eru opnar. Hún spyr með
handahreyfingu hvort hún megi ganga inn. Hún notar vagninn, sem
er með hreinu líni og vörum fyrir herbergið, til að halda dyrunum
opnum. Um leið og gesturinn bendir á te- og kaffisettið sér hún hvað
vantar. Þernan fyllir á kaffisettið, bætir við súkkulaðimolum og biðst afsökunar, um leið og hún brosir. Hún lokar dyrunum varlega á
eftir sér.

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig teljið þið að þernan hafi á faglegan hátt brugðist við aðstoðarbeiðninni?
  • Hvers vegna teljið þið að það hafi ekki verið fyllt rétt á te-/kaffisettið?
  • Af hverju skilur þernan vagninn eftir í dyrunum?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband