Fróði þjónninn

SAGAN:

Vinahópur ákveður að gera sér dagamun og gistir þrjár
nætur á sama stað úti á landi. Það eina sem þau vita um staðinn
er að þar er frábært safn. Strax um kvöldið drífa þau sig á
veitingastað í nágrenninu. Þar er strax tekið vel á móti þeim og
þeim boðin sæti.
Þjónninn heyrir fljótlega að hópurinn er ferðafólk sem ekki veit mikið
um bæinn og umhverfið. Hann spyr þau hvort þau ætli að
skoða sig um í bænum. Hann spyr líka hvort þau væru búin að
ákveða hvað þeim langar að sjá. Þegar hann áttar sig á að hópurnn er ekki með nein plön segir hann gestunum frá helstu stöðunum í
nágrenninu sem eru vinsælir. Hópnum þykir aðdáunarvert hvernig hann
kemur þessum dýrmætu upplýsingum að án þess að trufla borðhaldið. Það sem gerir máltíðina líka eftirminnilega er hvað hann útskýrir vel hvaða hráefni er úr heimabyggð þegar hann segir þeim frá réttunum. Það sem skyggir á þessa heimsókn er að hópurinn fylgist með
fólkinu á næsta borði sem skimar samanbitið í kringum sig eftir
þjónustu! Salernið á veitingastaðnum hefur líka hvorki handklæði né
pappírsþurrkur til að þurrka sér og vaskurinn er óhreinn.

VERKEFNIÐ:

  • Af hverju er mikilvægt fyrir þjóninn að átta sig fyrst á eftir hverju fólk er að sækjast í ferðalaginu?
  • Hvaða áhrif hefur það á gestina og upplifun þeirra af veitingastaðnum ef þjóninn mælir með áhugaverðum áfangastöðum?
  • Hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að benda fólki á áhugaverða staði? Eru allir færir um að gera það?
  • Hvað vandamál getur það haft í för með sér þegar starfsfólk gefur einum viðskiptavini of mikinn tíma á kostnað annars?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband