Allt á floti

SAGAN:

Eftir að hafa farið í sturtu uppgötvar hótelgestur að gólfið er á floti og fattar þá að niðurfallið er algjörlega stíflað. Ferðafélagi hans hjálpar honum að þurrka upp vatnið. Þau sáu ekki annað
ráð en að henda öllum handklæðunum á gólfið til að þurrka upp
vatnið. Þau vildu ekki eyða dýrmætum tíma
sínum í að kvarta yfir þessu en létu sér nægja örstutta sturtu næsta
dag. Það sama gerðist þó aftur, niðurfallið stíflaðist á augabragði.
Seinna um daginn fóru þau í móttökuna til að fá aðstoð við panta
mat á veitingastað. Þar voru allir glaðbeittir en spurðu ekki hvernig
þeim líkaði dvölin. Þau vildu ekki gera vesen út af niðurfallinu. Þegar
þau greiddu reikninginn morguninn eftir spurði starfsmaðurinn að
lokum hvort þau hefðu verið ánægð með þjónustuna. Þau fundu að
hann vildi virkilega fá svar við spurningunni. Þá létu þau vita af
veseninu á baðherberginu. Starfsmaðurinn varð dapur og bauð smá
afslátt af reikningum. Hann baðst svo innilega afsökunar vegna
óþægindanna.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað hefði starfsfólk í herbergisþrifum átt að gera þegar þau sáu útganginn á baðherberginu?
  • Hver er ábyrgð gestanna þegar svona bilun verður?
  • Var orðið fullseint að gera eitthvað í málinu þegar gestirnir voru að tékka sig út af hótelinu? Útskýrið út frá sjónarhorni gesta og starfsmanna.
  • Hvernig má hvetja gesti til að láta vita ef eitthvað bilar?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband