Handklæðakrísa

SAGAN:

Starfsmaðurinn í móttökunni fær hringingu úr herbergi 202.
Gesturinn kvartar pirraður yfir að það vanti baðhandklæði.
Starfsmaðurinn segir rólegur og yfirvegaður við gestinn að hann
skilji vel að honum finnist þetta óþægilegt og biðst innilega
afsökunar. Hann lætur vita að handklæðin verði komin til þeirra
innan 15 mín. Áður en símtalinu er slitið heyrir gesturinn að
móttökustarfsmaðurinn hellir sér yfir annan starfsmann út af
þessum mistökum. Gesturinn er miður sín yfir að hafa kvartað og
fær samviskubit.
Tíu mínútum seinna er bankað á hurðina hjá gestinum og komið
með handklæði. Starfsmaðurinn biðst innilega afsökunar en
gesturinn er mjög vandræðalegur.

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig starfsandi ríkir á þessum vinnustað?
  • Hvað má bæta í samskiptum starfsmanna?
  • Hvernig gat starfsmaðurinn séð að gesturinn varð vandræðalegur?
  • Hvernig líður gesti eftir svona uppákomu?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband