Týnda hleðslutækið

SAGAN:

Tveir ferðalangar ætluðu að hlaða farsímana þegar það kom í ljós að þeir höfðu gleymt hleðslutækinu í herberginu
þar sem þeir gistu síðast. Þeir hringdu samstundis í móttökuna þar.
Elskulegi starfsmaðurinn vissi ekki til að neitt hefði fundist en ætlaði
að kanna málið og hringja til baka. Það var bara ein innstunga laus í
herberginu þannig að ferðalangarnir gátu sagt starfsmanninum nákvæmlega
hvar hleðslutækið hefði verið. Starfsmaðurinn fór beint til starfsfólks í þrifum og talaði til þess í valdmannstón.
Um miðjan næsta dag hafði ekkert heyrst um hleðslutækið svo aftur
hringdu ferðalangarnir til að kanna hvort tækið hefði fundist, en svo var ekki raunin. Á þriðja degi hafði aftur ekkert heyrst um hleðslutækið, en þegar ferðalangarnir
höfðu samband kom í ljós að hleðslutækið var fundið.
Starfsmaðurinn bauðst af fyrra bragði til að senda það í pósti á
heimilisfangið sem ferðalangarnir gáfu upp í Reykjavík. Viku síðar kom
tilkynning frá Póstinum um pakka.

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig getur starfsfólkið sett upp skipulag/ferli sem tryggir betri þjónustu?
  • Hvernig getur starfsfólk í herbergisþrifum og móttökustarfsfólk tryggt að eigur gesta sem gleymast komist til skila hratt og örugglega?
  • Hvað segir dæmið um samskipti móttökustarfsfólks og þerna?
  • Hvað segir sagan um natni og nákvæmi starfsfólks?
  • Hvernig starfsandi ríkir á þessum vinnustað?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband