Gesturinn á handklæðinu

SAGAN:

Starfsmaður er beðinn að fara upp á hótelherbergi með pantaðan mat.
Hún bankar þrisvar sinnum á hurðina og segir: „Room service”.
Glaðbeittur og sterklegur maður, sem er bara
með handklæði um sig miðjan, rífur upp dyrnar. Starfsmanninum finnst eins
og maðurinn mæli sig út frá toppi til táar. Hún býður gott kvöld,
gengur frekar óstyrk inn um dyrnar, leggur bakkann á borðið, fer
yfir pöntunina og biður síðan gestinn að kvitta á reikninginn. Þegar hún ætlar að fara grípur gesturinn í öxlina hennar og þakkar fyrir. Starfsmaðurinn þakkar sömuleiðis fyrir og lokar dyrunum varlega. Henni er
einhvern veginn létt þegar hún er komin út á ganginn.

VERKEFNIÐ:

  • Af hverju er starfsmanninum létt þegar hún er komin fram á gang?
  • Hvað finnst ykkur um viðbrögð starfsmannsins?
  • Hvernig geta yfirmenn brugðist við slíkum aðstæðum? Hver er ábyrgð þeirra?
  • Haldið þið að hún hafi sagt yfirmanni og/eða samstarfsfólki frá atvikinu?
  • Nefnið önnur dæmi um sambærilegar aðstæður sem geta komið upp í þjónustustörfum.

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband