Frábær ferð, en alltof löng

SAGAN:

Þessi ummæli voru sett á Tripadvisor: „Við fórum í nokkrar skoðunarferðir á meðan við dvöldum á Íslandi vegna þess að þær voru hluti af pakkaferðinni. Ein þeirra var norðurljósaferð á skipi. Við myndum ekki gera það aftur. Þar var alltof margt fólk. Yfirfullt. Fólk var ókurteist og það eina sem skipti það máli var eigin upplifun og myndir. Ferðin varð alltof löng. Þótt reynsla okkar hefði verið góð. Við fórum líka Gullna hringinn og í Bláa lónið. Það hefði þurft að skipta þessum ferðum í tvo hluta því ferðin reyndist vera frá 8:30 að morgni fram til 10:00 að kvöldi sem var alltof langur tími. Gullni hringurinn bauð upp á marga spennandi staði, en við heimsóttum líka garðyrkjustöð þar sem ræktaðir voru tómatar, sem reyndist eyðsla á bæði tíma og peningum, því þar var reynt að selja okkur hitt og þetta. Margt gott sem fyrir bar en svo sannarlega væri hægt að bæta úr ýmsu í þeim ferðum sem við fórum í.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvað áhrif hefur mikill fjöldi á upplifun ferðamanna?
  • Af hverju skiptir máli að lýsing á ferðinni og tímasetningar séu nákvæmar og standist?
  • Hvað er til ráða þegar ferðamenn eru með óraunhæfar væntingar eða gera sér ekki grein fyrir aðstæðum (t.d. fólksfjölda eða vegalengdum)?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband