Baðstaðarferð

SAGAN:

Ferð okkar á baðstaðinn var bókuð sem hluti af ferð okkar hjá ferðaskrifstofunni. Okkur hafði verið sagt að við ættum að mæta á ákveðna stoppistöð kl.12.30 til þess að vera viss um að missa áreiðanlega ekki af ferðinni vorum við mætt þar 12.15.
Við könnuðum í hverjum vagni sem kom hvort við ættum far með þeim (þeir nýta greinilega rútur frá öðrum fyrirtækjum) Eftir klukkustundar bið fór vinur minn til baka á hótelið og bað þau um að hringja og láta vita eins og þau gerðu.
„Voruð þið á réttri stoppistöð? Já!“
Þau báðu okkur að taka næstu rútu sem kæmi eftir nokkrar mínútur. Að hálftíma liðnum hafði engin rúta sést. Vinur minn fór aftur á hótelið, þar sem starfsmaðurinn í gestamóttökunni hringdi aftur og okkur var sagt að þeir myndu senda bíl, hann myndi koma eftir nokkrar mínútur. Enn leið hálftími og ekkert gerðist.
Í þetta skipti fórum við báðir aftur á hótelið, okkur var orðið mjög kalt og við tíminn sem við áttum í baðinu var liðinn. Ég talaði við einhvern á skrifstofunni sem sagði að gps punktar sönnuðu að bíllinn hefði komið á staðinn en við ekki verið þar. Ég vísaði því á bug og spurði til baka hvers vegna við hefðum þá hringt svona oft, hún gaf í skyn að ég væri bara að ljúga. Skelfileg þjónusta.
Fyrir tilstilli ferðaskrifstofunnar okkar var ný ferð skipulögð fyrir okkur annan dag. Í viðtölum við aðra ferðamenn á tímabilinu varð okkur ljóst að við vorum ekki einu ferðamennirnir sem upplifðu þetta.

VERKEFNIÐ:

Þurfa að vera merkingar á stoppistöðvum?

Þurfa upplýsingar um staðsetningu stoppistöðvar að vera ítarlegar og nákvæmar?

Er nauðsynlegt að merkja bílana bæði fyrirtæki og áfangastað?

Hvaða áhrif hafa viðbrögð starfsmannsins sem svarar í símann á viðmælanda?

Hvernig hefði mátt leysa úr þessu vandamáli?

Hafðu samband