Stoppistöðvaklúðrið

SAGAN:

Vinahópur átti bókaða ferð á baðstað og var ferðin hluti af ferð þeirra hjá ferðaskrifstofu. Þeim var sagt að mæta á ákveðna stoppistöð kl. 12.30 og til þess að vera vissir um að missa áreiðanlega ekki af ferðinni voru félagarnir mættir þar kl. 12.15. Það voru nokkrar rútur sem stoppuðu þar sem þeir biðu, en þegar þeir könnuðu hvort þeir ættu far með þeim var þeim alltaf hafnað. Eftir klukkustundar bið fór einn úr hópnum til baka á hótelið og bað móttökustarfsmanninn um að hringja í rútufyrirtækið og láta vita að vinahópurinn væri enn að bíða. Starfsmaður rútufyrirtækisins spurði: „Voru þið á réttri stoppistöð?“ Viðskiptavinurinn svaraði játandi og því bað starfsmaðurinn þá um að taka næstu rútu sem kæmi eftir nokkrar mínútur. Að hálftíma liðnum hafði engin rúta sést. Einn úr hópnum fór aftur á hótelið, þar sem starfsmaðurinn í gestamóttökunni hringdi aftur og honum var sagt að fyrirtækið myndi senda bíl, sem kæmi eftir nokkrar mínútur. Aftur leið hálftími án þess að vinirnir voru sóttir og fóru þeir þá allir saman á hótelið, því þeim var orðið kalt og tíminn sem þeir áttu bókaðan í baðinu var liðinn. Starfsmaður rútufyrirtækisins sagði að GPS punktar sönnuðu að bíllinn hefði komið á staðinn en vinirnir ekki verið þar. Vinahópurinn vísaði því á bug, en starfsmaðurinn sagðist ekki geta hjálpað þeim. Seinna meir frétti vinahópurinn af öðrum ferðamönnum sem höfðu svipaða reynslu af þessu fyrirtæki.

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig er hægt að tryggja að viðskiptavinir finni rétta stoppistöð?
  • Hvernig er hægt að tryggja að viðskiptavinir geti auðveldlega borið kennsl á rútur fyrirtækisins?
  • Hvaða áhrif hafa viðbrögð starfsmannsins sem svarar í símann á viðskiptavinina?
  • Hvernig hefði mátt bæta vinahópnum þetta upp?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband