Hvorki norðurljós né endurgreiðsla

SAGAN:

Eftirfarandi ummæli voru sett á Viator: „Í aðdraganda fjögurra daga ferðar til Íslands höfðum við bókað nokkrar skoðunarferðir og viðburði þar á meðal norðurljósaferð. Því miður var norðurljósaferðinni aflýst sama dag og hún átti að vera vegna veðurskilyrða. Okkur til mikilla vonbrigða þó það sé auðskiljanlegt og við sættum okkur við að það er ekki hægt að ábyrgjast að maður sjái Norðurljósin.

Við fengum tölvupóst um að ferðin yrði felld niður og í framhaldi kom fram að við yrðum að senda fyrirtækinu tölvupóst ef við vildum fara í ferð kvöldið eftir. Ég skrifaði til baka síðdegis og sagði þeim að okkur þætti leitt að missa af þeirri ferð vegna þess að við hefðum gert aðrar ráðstafanir og færum af landi brott, heimleiðis, eldsnemma morguninn eftir. Við komumst síðar að því að reyndar var ferðinni kvöldið eftir líka aflýst.
Ég sendi fyrirtækinu beiðni um endurgreiðslu. Ekkert svar. Ég sendi aftur tölvupóst daginn eftir. Ekkert svar. Nú fimm dögum og fimm tölvupóstum síðar hefur hvorki borist svar né staðfesting á móttöku tölvupóstanna. Sennilega þarf fyrirtækið að endurgreiða fjölmörgum. En þeir voru snöggir að taka á móti greiðslunni frá okkur fyrir ferðina um leið og við bókuðum.
Afar léleg þjónusta, engin endurgreiðsla eða skýring (enn sem komið er). Ráð okkar til annarra sem ferðast til Íslands, sennilega er betra að bóka ferð samdægurs ef himinninn er skýlaus.“

VERKEFNIÐ:

  • Af hverju skiptir máli að svara viðskiptavinum strax?
  • Hvaða áhrif getur hæg svörun haft á orðspor fyrirtækisins?
  • Hvernig hefði mátt bæta tölvupóstasamskiptin?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband