Veiki gesturinn

SAGAN:

Þýsk hjón halda upp á brúðkaupsafmælið sitt á þriggja-stjörnu hóteli á Akureyri. Þegar konan vaknar einn daginn, er hún farin að hósta og er komin með hita. Hún er líka mjög slöpp. Maðurinn hennar óttast að hún sé með Covid og hringir í móttökuna. Hann útskýrir stöðuna fyrir starfsfólkinu og biður það um að kaupa Covid-19 hraðpróf fyrir konuna sína.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað er það fyrsta sem starfsfólk á að gera í þessum aðstæðum samkvæmt viðbragðsáætlun um Covid-19?
  • Hvað mynduð þið gera til að koma í veg fyrir að smit berist til annara gesta og starfsmanna?
  • Finnst ykkur að starfsfólkið ætti að kaupa hraðprófið eða ætti það frekar að bíða eftir heilbrigðisstarfsfólki og fylgja leiðbeiningum þess? Útskýrið afstöðu ykkar.

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband