Út eru komin myndbönd til kynningar á tveimur verkfærum fyrir fræðslu sem aðgengileg eru á heimasíðu Hæfnisetursins. Annað myndbandið er til kynningar á fagorðalista ferðaþjónustunnar og hitt til kynningar á Þjálfun í gestrisni. Samhliða myndböndunum hafa verið gefin út góð ráð við notkun á fræðsluefninu fyrir stjórnendur að styðjast við. Er það von Hæfnisetursins að efnið nýtist stjórnendum til að fræða og þjálfa starfsfólkið sitt og undirbúa það á sem bestan hátt fyrir komu ferðamanna.
Þá hefur heimasíða Hæfnisetursins verið uppfærð með það í huga að koma nýjasta efninu frá Hæfnisetrinu á framfæri og leiða notendur betur um síðuna.
Hæfnisetrið vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í gerð myndbandanna; til leikara, statista, Íslandshótela fyrir að opna dyr sínar fyrir tökuliði og Sahara sem sá um framleiðsluna.