Erlent starfsfólk – ráðningarferli

Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi. Hafa ber í huga að erlendir ríkisborgarar sem koma hingað til starfa þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Hér eru leiðbeiningar fyrir atvinnurekendur og starfsfólk.

Mismunandi reglur gilda fyrir erlenda ríkisborgara eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Mikilvægt er að atvinnurekendur þekki ferlið við ráðningar erlends starfsfólks svo þeir geti upplýst starfsfólkið, leiðbeint því og tryggt eðlilega framvindu ráðningaferlisins. Þannig tryggjum við góða móttöku erlendra ríkisborgara á íslenskan vinnumarkað.

Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja.

Efnið er aðgengilegt á fjölda tungumála og eru atvinnurekendur hvattir til að vísa erlendu starfsfólki sínu á það til upplýsinga og undirbúnings. Atvinnurekendur ættu jafnframt að kynna sér efnið vel svo þeir geti verið nýju starfsfólki til halds og trausts í ráðningaferlinu.

Ánægt starfsfólk skapar gott orðspor – hér, þar og alls staðar

Efni leiðbeininga er sótt/vísað á síður: Alþingis, Arion banka, ASÍ, Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Fjölmenningarseturs, Iðunnar fræðsluseturs, Stafræns Íslands, Íslandsbanka, Landsbankans, Sjúkratrygginga Íslands, Skattsins, Skírteini.is, Stjórnarráðs Íslands, vinnumarkaðsvefs SA, vinnuréttarvefs ASÍ, Vinnumálastofnunar,Útlendingastofnunar og Þjóðskrár Íslands.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Menningar- og viðskiptaráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband