Starfsfólk
Atvinnurekendur
Vinnuveitendagátt
EES staðfesting vinnuveitanda á ráðningarsambandi.
Atvinnurekandi þarf að skrá sig inn á vinnuveitendagáttina og fylla þar út staðfestingu á ráðningarsambandi við umsækjanda í síðasta lagi innan 30 daga eftir að starfsmaður hefur sent inn umsókn um kennitölu.
Ráðningarsamningur og vottorð um starfstímabil á Íslandi
Atvinnurekandi fyllir út ráðningarsamning og starfsmaður skrifar undir
Hér má einnig finna vottorð um starfstímabil fyrir starfsmanninn þegar hann lýkur störfum og óskar eftir því.
Form ráðningarsamnings fyrir erlenda ríkisborgara sem koma hingað til starfa og aðgengilegt er á vef Vinnumálastofnunar. Á vinnumarkaðsvef SA geta félagsmenn Samtaka atvinnulífsins jafnframt nálgast fjölbreytt ráðningarform á ensku.
Kennitala
Starfsmaður sækir um kennitölu og atvinnurekandi undirritar umsókn
Sérstök athygli er vakin á því að atvinnurekandi þarf að staðfesta með undirritun á umsóknareyðublað að umsækjandi sé í launuðu starfi.
Sé dvöl lengir en þrír mánuðir þarf EES/EFTA ríkisborgari að sækja um kennitölu í Þjóðskrá Íslands
Sé dvöl skemur en 3 mánuðir er sótt um svokallaða kerfiskennitölu og þarf að fylla út umsókn á einhverjum af afgreiðslustöðum Skattsins og hafa vegabréf eða ferðaskilríki meðferðis
Nánar
EES/EFTA ríkisborgari þarf að sækja um kennitölu með skráningu í Þjóðskrá Íslands.
Með umsókn þarf að vera afrit/mynd af vegabréfi eða löggildu skilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma, fæðingarvottorð og hjúskaparvottorð.
Umsækjandi/starfsmaður skal sjálfur fylla út umsókn og gefa upp sitt eigið netfang, því skráningarvottorð er sent með tölvupósti að skráningu lokinni.
Umsækjandi getur sótt um áður en hann kemur til landsins en umsókn er ekki staðfest fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi hefur komið á skráningarstað (Borgartún 21, 105 Reykjavík) og framvísað frumriti af vegabréfi og öðrum gögnum.
Umsækjandi þarf að vera í vinnu hjá íslenskum lögaðila og laun hans þurfa að uppfylla lágmarksframfærsluskilyrði.
Kerfiskennitala er fyrir ESS/EFTA ríkisborgara eða ríkisborgara einhvers Norðurlandanna sem eru að fara að vinna launaða vinnu á Íslandi skemur en 3 mánuði. Skattkort er útgefið í kjölfar útgáfu á kerfiskennitölu.
Kerfiskennitala veitir engin réttindi á Íslandi og staðfestir ekki rétt til dvalar.
Bankareikningur
Starfsmaður stofnar bankareikning
Til að geta stofnað bankareikning þarf viðkomandi að vera kominn með kennitölu. Hægt er að stofna bankareikning með rafrænum skilríkjum eða með því að panta tíma í útibúi og þar er hægt að fá aðstoð við að sækja um rafræn skilríki.
Íslykill – rafræn skilríki
Starfsmaður sækir um íslykil, þarf að hafa kennitölu til þess
Íslykill er lykilorð sem tengt er kennitölu einstaklings. Mikilvægt er að starfsmaður hafi íslykil til að geta skráð sig inn á þá vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja sem hann er í samskiptum við vegna starfs síns hér á landi.
Hægt er að fá íslykil í heimabanka eða í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, Borgartúni 21. Jafnframt er hægt að panta íslykil hjá þjónustuaðila, Stafrænu Íslandi
Sjúkratryggingar
Starfsmaður tilkynnir flutninginn
Einstaklingar sem flytja til Íslands bera ábyrgð á að tilkynna flutninginn til Sjúkratrygginga Íslands.
Sakavottorð frá heimalandi
Óski atvinnurekandi þess skal starfsmaður leggja fram sakavottorð sem gefið er út af heimalandi. Sakavottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða þegar það er lagt fram. Heimilt er að leggja fram aftrit af sakavottorði og ekki er gerð krafa um að það sé lögformlega staðfest. Ef ástæða er til getur Útlendingastofnun óskað eftir vottuðu frumriti sakavottorðs eða að lögð séu fram sakavottorð frá fleiri ríkjum en búseturíki.
Vinnustaðaskírteini
Atvinnurekandi skal útbúa eða láta útbúa vinnustaðaskírteini fyrir starfsmenn sína sem hefur að geyma þær upplýsingar sem tilgreindar eru í lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum og samkomulagi ASÍ og SA.
Á vefnum skirteini.is má fá frekari upplýsingar um gerð og efni vinnustaðaskírteinanna. Þar má einnig nálgast form fyrir vinnustaðaskírteini og upplýsingar um aðila sem bjóða upp á prentun plastkorta.
Viðurkenning erlendra starfsréttinda
Starfsmaður sækir um
Umsækjendur um mat og viðurkenningu á erlendri starfsmenntun snúi sér til Iðunnar fræðsluseturs (Inga Birna Antonsdóttir, inga@idan.is).
Iðan fræðslusetur sér eingöngu um mat á starfsréttindum matvælagreina og vegna framreiðslu. Umsækjendur þurfa að hafa lokið að lágmarki þriggja ára námi og þriggja ára starfsreynslu eftir námslok til að fá réttindi sín metin. Önnur menntun, svo sem hótelstjórnun, sér Háskóli Íslands um að meta.
Að flytja frá Íslandi
Starfsmaður ber ábyrgð á, en atvinnurekandi upplýsir hann
Flutning frá Íslandi þarf að tilkynna til Þjóðskrár Íslands innan sjö daga. Sjá nánari upplýsingar á síðu Fjölmenningarseturs (e. Multicultural Information Centre) um það sem þarf að gera á meðan starfsmaðurinn er enn á Íslandi.