Rómantíska ævintýraferðin

SAGAN:

Ég heiti Steven og var kominn með kærustunni minni, henni Evu, í langþráða ferð til landsins í norðri til að sjá norðurljósin og stórbrotna
náttúru landsins.

Anddyrið og móttakan voru skínandi hrein og snyrtileg þegar við
komum. Um leið og móttökustarfsfólkið sá hvað ég er hávaxinn bauð það okkur stærra rúm. Við fengum líka að fara strax í herbergið þótt við værum of snemma á ferðinni. Svona hlýjar móttökur fengu okkur
til að skynja að við vorum hjartanlega velkomin. Við áttum bókaða norðurljósaferð en einhverra hluta vegna var henni aflýst. Starfsfólkið í gestamóttökunni heyrði af þessu og bauðst strax til að hafa
samband við rútufyrirtækið sem þau skiptu við og panta ferð fyrir okkur sama kvöldið.

Við upplifðum yndislega kvöldferð með norðurljósum, stjörnum og fullu tungli. Þetta var eitt það magnaðasta sem við höfum upplifað.
Næsta morgun voru færri starfsmenn í móttökunni. Það leit ekki út fyrir að þeir væru í góðu skapi með krosslagðar hendur og hrukkur á enni. Gestirnir sem biðu eftir aðstoð í móttökunni voru alltaf að líta á klukkuna og voru orðnir pirraðir á svipinn.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefur aðkoma í móttökunni á gesti?
  • Hvernig er pirraður svipur – prófið!
  • Ræðið um hvernig líkamstjáning segir stundum meira en það sem sagt er!
  • Æfið ykkur í að túlka og greina það sem fólkið segir með líkamstjáningu og svipbrigðum.
  • Ljúkið við söguna eins og ykkur finnst líklegt að hún muni enda eða eins og þið vilduð hafa hana.

Hafðu samband