Beðið eftir innritun

SAGAN:

Eldri hjón koma að hóteli og taka eftir að það eru falleg blóm í kerum fyrir utan en líka nokkrir sígarettustubbar. Móttökustarfsmaður situr við tölvuna en stendur upp og brosir þegar hann sér þau og býður þau hjartanlega velkomin á hótelið. Hann segir hjónunum hvenær morgunmatur er og stuttlega frá hvar allt er á hótelinu. Hann bætir við: „Það kom upp smá vandamál og herbergið ykkar er því miður ekki tilbúið. Afsakið þetta innilega. Við erum að gera allt til þess að þið getið komist inn á herbergið á næsta hálftímanum“. Hjónin eru beðin um að hinkra á veitingastaðnum og fá fordrykk í boði hússins vegna biðarinnar. Á veitingastaðnum er starfsfólk að undirbúa salinn fyrir kvöldmat og það ber þess merki í framkomu að vilja vera laust við truflun. Töluverð bið er eftir fordrykkjunum og hjónin eru rétt byrjuð að njóta þeirra þegar móttökustarfsmaðurinn lætur þau vita að herbergið sé tilbúið.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefur aðkoma í móttökunni á gesti?
  • Hvað er til fyrirmyndar í samskiptum starfsmanns og gesta í þessari sögu?
  • Hvað hefði mátt fara betur í þjónustu við hjónin?
  • Hvernig er æskilegt að bregðast við svona mistökum/bið? Komið með tillögur.
  • Hvernig er hægt að sjá að starfsfólk ber þess merki í framkomu að það vildi ekki láta trufla sig?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband