Hefur gesturinn alltaf rétt fyrir sér?

SAGAN:

Sveinn og Ása gera upp reikningana!
Daginn eftir, þegar við Sveinn vorum að fara, fannst okkur við þurfa að láta móttökuna vita af því þó að við værum fyrir löngu búin að borga dvölina á hótelinu í gegnum bókunarsíðuna. Það var komin löng röð við móttökuborðið og við þurftum að bíða nokkuð lengi. Þegar röðin kom að okkur og við létum vita að við værum að fara kom mikið fát á móttökustarfsmanninn sem fór að fletta fram og til baka í tölvunni og í möppum. Eftir nokkra bið til viðbótar bentum við honum á að við hefðum vaknað snemma því við værum að flýta okkur annað og skildum ekki þessa bið, við værum löngu búin að greiða fyrir dvölina. Starfsmaðurinn sagðist sjá í tölvunni að ekki væri búið að borga og fór að kenna „þeim“ í Reykjavík um að vera ekki með nógu gott utanumhald. Með silkimjúkri rödd benti hann okkur á að athuga bankamál okkar í gestatölvunni sem var í móttökunni beint á móti móttökuborðinu. Við náðum strax inn á heimabankareikninginn okkar og fengum þar staðfest að starfsmaðurinn hafði haft rétt fyrir sér – en á meðan lögðum við allan farangurinn frá okkur á gólfið við hlið tölvunnar. Eftir enn eina töfina greiddum við svo reikninginn og lögðum fegin og glöð af stað í góða veðrinu.

VERKEFNIÐ:

Hvað má bæta í þessum samskiptum?
• Hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa töf með einföldum hætti?
• Hvernig líður starfsmanni sem er í þessum aðstæðum?
• Hvað gerði starfsmaður rangt og hvernig gat hann brugðist betur við?
• Prófið að beita röddinni með ólíkum hætti svo sem silkimjúk, dimm eða frekjuleg.

Hafðu samband