Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum

Áhersla á framtaksfjárfestingar bæði út frá sjónarhóli fjárfesta, hvort sem það eru einkafjárfestar eða fagfjárfestar, og út frá þeim sem eru að leita eftir fjármagni, eins og t.d. fyrir sprotafyrirtæki.

STJÓRNUN OG REKSTUR FYRIRMYNDARFYRIRTÆKJA

 Ný tækni og aðferðafræði kallar á ný vinnubrögð stjórnenda. Námskeiðið leggur áherslu á almenna stjórnun og rekstrarhagfræði fyrir fyrirmyndarfyrirtæki eða fyrirtæki sem vilja komast í fremstu röð.

Kynningartækni

Sérsniðið námskeið í kynningatækni fyrir einstaklinga eða hópa. Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja auka við eða bæta hæfni sína í allri framkomu.

Photoshop

Ítarlegt námskeið fyrir þau sem vilja ná mikilli þekkingu og færni í notkun þessa frábæra forrits.

Excel grunnur

Ætlað byrjendum. Tekin eru fyrir grundvallaratriði við notkun Excel við útreikninga og úrvinnslu talna ásamt útliti skjala.

Microsoft Teams

Farið er yfir hvernig á að stofna teymi, deila skjölum, stofna til hópsamtals og fleira gagnlegt tengt teymisvinnu.

Hrós er sólskin í orðum

Hrós og hvatning virkar eins og sólskin og hefur á starfsanda og fær starfsfólk til að halda áfram að gera vel og hvetur til að gera enn betur.

Frumkvæði toppar ánægjuna

Fjallað er um að munurinn á góðri þjónustu og þeirri sem fer fram úr væntingum felst í frumkvæði starfsmanns og vilja hans til þess að bjóða það sem viðskiptavinur átti ekki von á. Í Bandaríkjunum er þetta kallað „extra mile“ en við köllum þetta aukaskrefið sem kostar oft ekki krónu.

Hafðu samband