Gott að vita

Efni og fróðleikur sem nýtist við móttöku nýs starfsfólks

Gagnlegt á hæfni.is

Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar finnur þú fræðsluefni, myndbönd, námskeið og góð ráð fyrir ferðaþjónustuna. Við móttöku nýs starfsfólks nýtist eftirfarandi efni:

  • Móttaka nýs starfsfólks – 5 hagnýt ráð fyrir stjórnendur
  • Fræðslugáttin – úrval námskeiða í boði fjölbreyttra fræðsluaðila. Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, sjá attin.is.
  • Fagorðalistinn – orðasafn algengra orða sem notuð eru í ferðaþjónustunni og geta auðveldað samskipti á vinnustað. Hægt er að æfa sig hvar og hvenær sem er.
  • Réttindi og skyldur launafólks – allar helstu upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði

Áður en starfsmaður kemur til landsins

Er fyrirtækið með umhverfisstefnu, mannauðsstefnu, jafnréttisáætlun, öryggisstefnu, starfsmannahandbók eða annað efni sem nýtist starfsmanninum? Kynntu fyrir starfsmanninum allar þær upplýsingar sem til eru um fyrirtækið og undirbúðu samstarfsfólk fyrir komu hans. Sjá nánar Móttaka nýs starfsfólks – 5 hagnýt ráð fyrir stjórnendur.

Vísaðu starfsmanninum á „Erlent starfsfólk – ráðningarferli“ og undirbúið ykkur sameiginlega, hver gerir hvað.

Ef starfsmaðurinn er ríkisborgari utan EES/EFTA getur atvinnurekandi lagt inn umsóknir um atvinnu- og dvalarleyfi ásamt fylgigögnum til Útlendingastofnunar áður en starfsmaður kemur til Íslands.

Ef starfsmaðurinn er ríkisborgari innan EES/EFTA getur hann sótt um kennitölu áður en hann kemur til landsins. Umsókn er þó ekki staðfest fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi hefur komið á skráningarstað.

Bann við mismunun

Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er skýrt kveðið á um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, meðal annars á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna.

 

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök sem telja að ákvæði laganna hafi verið brotin gagnvart sér geta í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sinna, eftir því sem við á, leitað til kærunefndar jafnréttismála.

 

Nánari upplýsingar um bann við mismunun

Sjálfboðaliðar

Gera verður skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu (sjálfboðavinnu) hins vegar.

  

Sjálfboðaliði samkvæmt útlendingalögum er einstaklingur eldri en 18 ára sem ætlar að starfa ólaunað fyrir frjáls félagasamtök sem starfa að góðgerðar- eða mannúðarmálum, eru ekki rekin í hagnaðarskyni og eru undanþegin skattskyldu. Heimilt er að víkja frá því skilyrði að starf sé unnið fyrir viðurkennd félagasamtök ef markmið tiltekins verkefnis er sannarlega í mannúðar- og góðgerðarskyni.

 

Sjá nánar um ólaunaða vinnu/„sjálfboðaliðastörf“ á vinnuréttarvef ASÍ og yfirlýsingu SA og ASÍ vegna sjálfboðaliða frá 2016.

 

Starfsmannaleigur

Með starfsmannaleigu er átt við þjónustufyrirtæki sem samkvæmt samningi leigir út starfsmenn sína gegn gjaldi til sinna störfum á vinnustað notendafyrirtækis undir verkstjórn þess síðarnefnda. Starfsmannaleigum sem ekki hafa staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu eða í EFTA ríki er óheimilt veita hér þjónustu án staðfestu nema samningar sem Ísland á aðild heimili slíkt. Starfsmannaleigum og erlendum þjónustufyrirtækjum ber skrá sig með rafrænum hætti hjá Vinnumálastofnun ásamt því veita upplýsingar um starfsfólk sitt sem starfar hér á landi. 

Hér á vef Vinnumálastofnunar er finna skrá yfir starfsmannaleigur sem hafa heimild til starfa á Íslandi.

Hyggist fyrirtæki veita starfsmannaleiguþjónustu hér á landi samtals lengur en tíu virka daga á hverjum tólf mánuðum skal Vinnumálastofnun veitt upplýsingar um starfsmenn sem munu starfa hér á landi, upplýsingar um dvalarstað og dvalartíma, nafn og kennitölu notendafyrirtækisins  o.fl.   

Nánari upplýsingar á vef Vinnumálastofnunar og á vinnuréttarvef ASÍ.

 

Auglýsingar hjá EURES

Hvernig auglýsi ég starf hjá EURES, evrópskri vinnumiðlun?

EURES er samstarfsvettvangur milli ríkja inna EES/EFTA svæðisins. Ef atvinnurekandi vill auglýsa hjá Eures í þeim tilgangi leita umsókna frá atvinnuleitendum frá löndum innan EES/EFTA er um sama ferli ræða og þegar auglýst er almennt starf á vef Vinnumálastofnunar. Nánari upplýsingar um hvernig atvinnurekandi auglýsir starfið hjá Vinnumálastofnunar er að finna hér. 

 

Það sem hafa verður í huga ef atvinnurekandi vill auglýsa starfið hjá Eures vinnumiðlun er haka þarf við það sérstaklega á mínum síðum. Þegar atvinnurekandi hefur lokið við skrá starf á mínum síðum þá hefur EURES ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun samband og fer nánar yfir skráningu með atvinnurekanda, gengur úr skugga um allar upplýsingar liggi fyrir áður en auglýsing er birt á vef.

 EURES störf eru ávallt auglýst með íslenskum og enskum texta og geta EURES ráðgjafar aðstoða atvinnurekendur við þýðingu á ensku.  EURES störf eru auglýst af vef Vinnumálstonfunar og á innri vefgátt EURES: www.eures.europa.eu þar sem þau er sérstaklega merkt sem EURES störf frá Íslandi. 

Nánari upplýsingar og EURES vefgáttin hér

Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar – ráðgjöf og upplýsingar

Fjölmenningardeild Vinnumálstofnunar (MCC) veitir ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda og flóttamanna á Íslandi.

Markmið MCC er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.

Á vefsíðu MCC er að finna gagnleg upplýsingar um marga þætti daglegs lífs, réttindi, stjórnsýslu og þjónusta á Íslandi og flutning til og frá Íslandi.

Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum og aðstoð með því að hafa samband við okkur í netföng mcc@mcc.is  eða í síma (+354) 450-3090.

Hafðu samband