Fræðslugátt

Fræðsluaðilar um land allt eru tilbúnir að hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri. Hér getur þú fundið ýmis hagnýt námskeið innan þíns sviðs. Nánari upplýsingar hjá viðkomandi fræðsluaðilum.

Auglýsa námskeið

Ert þú með námskeið á sviði ferðaþjónustu? Þú getur auglýst hér.
Stjórnun

Hvernig er hægt að byggja upp árangursríka teymisvinnu þar sem allir fá að njóta sín? Hnitmiðað námskeið þar sem farið verður yfir lykilatriði árangursríkrar samvinnu teyma.

Náttúra og dýralíf

Fjallað verður um tegundir hvala á heimsvísu og umhverfis Ísland, aðlögun þessa fjölbreytta hóps að lífinu í hafinu og hlutverk þeirra í vistkerfi sjávar. Stað- og fjarnámskeið í boði.

Öryggi og heilsa

Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um örverufræði matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína.

Öryggi og heilsa

Efni námskeiðs kemur síðar.

Öryggi og heilsa

Námskeið fyrir alla þá sem þurfa að áhættumeta matvæli með tilliti til svindls og skemmdarverka og innleiða forvarnir og eftirlit vegna þess.

StjórnunÞjónusta

Þegar gististaðir eru opnaðir þarf að huga að mörgum fjölbreyttum þáttum ásamt því að oft getur reynst erfitt að ráða til sín sérfræðinga í fullt starf hvort sem það er vegna fjármagns eða staðsetningarinnar. Við erum með lausn.

Stjórnun

Um er að ræða tveggja anna hagnýtt og faglegt nám sem veitir góðan undirbúning fyrir áframhaldandi nám við César Ritz Colleges í Sviss þar sem nemendur eiga þess kost að ljúka BIB (e. Bachelor of International Business) eða BA (e. Bachelor of Arts) námi.

Stjórnun

Nám í Ferðamáladeild býr nemendur undir störf í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun, auk þess sem boðið er upp á framhaldsnám á sviði ferðamálafræða. Í boði er fjölbreytt, hagnýtt og raunhæft nám sem skapar margvísleg atvinnutækifæri að námi loknu. 

Stjórnun

Að stjórna fólki í fyrsta sinn reynist fólki mis erfitt. Margir grípa í fyrirmyndir og brjóstvitið en mikilvægt er að gera sér grein fyrir að stjórnun er fag og hægt er að beita ýmsum þekktum aðferðum til að ná betri árangri. 

Þjónusta

Við komum til þín eða þú kemur til okkar. Ráðgjöf og fræðsla sérsniðin að þörfum ferðaþjónustunnar. Við leggjum sérstaka áherslu á samstarf við aðila í ferðaþjónustu enda höfum við mikla reynslu af því að starfa með þeirri atvinnugrein.

Öryggi og heilsa

Forskráning er hafin fyrir Level 1 fagnámskeið á vegum Kanadísku snjóflóðasamtakanna á Íslandi árið 2021. Skráið ykkur á listann ef þið hafið áhuga á námskeiðinu og vilið fá nýjustu upplýsingar.

Ferðir og afþreyingÖryggi og heilsa

Þjálfunarkerfinu er skipt upp í þrjá  þætti, jöklaleiðsögn, fjallaleiðsögn og skíðaleiðsögn. Grunnþjálfun í jóklaleiðsögn tekur 4 daga og fer fram á skriðjökli. Farið verður yfir helstu atriði jöklaleiðsagnar svo sem leiðarval sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórn.

Öryggi og heilsaVeitingar

Námskeið fyrir þá sem starfa við eða hafa hug á að starfa við meðferð matvæla hvort sem er í mötuneytum, veitingastöðum eða matvælavinnslu.

GistingVeitingar

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á innra eftirliti í eldhúsum, HACCP, s.s  persónulegu hreinlæti, þrifum, vörumóttöku, á meðferð hráefnis, geymslu og geymsluþol matvæla, á kjarnhita, á örverum og vexti þeirra í matvælum, krossmengun og fl.  

Ferðir og afþreyingFólksflutningar

Markmiðið er að bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða.

Ferðir og afþreying

Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Í því felst að efla jákvæð viðhorf til starfsins, til eigin færni og til starfsgreinarinnar. Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa betri forsendur til að taka að sér flóknari verkefni, vera sjálfstæðari í starfi.

Ferðir og afþreyingÞjónusta

Það er afar þýðingarmikið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að framlínustarfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi sitt sem upplýsingagjafa. Tilgangur þessa námskeiðs er að auka gæðavitund í upplýsingagjöf til ferðamanna og nemendum verður kennt að bera virðingu fyrir vandaðri og traustri upplýsingagjöf.

Ráðstefnur og viðburðirStjórnun

Að gera stjórnendur meðvitaðri um sitt skipulag og sína tímastjórnun og að sama skapi gera þá meðvitaðri um það hvernig þeir stýra sínu starfsfólki, með það fyrir augum að gera þá að öflugri stjórnendum.

Þjónusta

Á námskeiðinu er lögð áhersla á mikilvægi þess að veita góða þjónustu s.s. snyrtimennsku og framkomu, mikilvægi fyrstu kynna, traust, samskipti, hlustun og fagþekkingu. Einnig verður fjallað um erfið samskipti við viðskiptavini og leiðir til að leysa þau á farsælan hátt.

GistingÞjónusta

Markmið námskeiðsins er að kynna starfsfólki í gestamóttöku fyrir þeim alþjóðlegum stöðlum sem mikilvægt er að fara eftir þegar kemur að innritun, útritun og almennri umsjón gesta. Við aðstoðum móttökustarfsfólk við að öðlast aukið sjálfstraust í starfi.

Stjórnun

Í þessu 14 mánaða stjórnunarnámi njóta nemendur sérfræðiþekkingar hérlendra og erlendra sérfræðinga og öðlast þekkingu og færni í að stýra fyrirtækjum í ferðaþjónustu og nýta sóknarfæri.

Stjórnun

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð koma sífellt meira við sögu í umræðu um viðskipti og rekstur. Neytendur, fjárfestar og aðrir hagsmunaaðilar eru farnir að kalla eftir því að fyrirtæki og stofnanir séu samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærri þróun.

Stjórnun

Þekking og færni í stafrænni markaðssetningu er lykilatriði í að ná árangri í verslun og þjónustu. Covid-19 mun auka veltu netverslana geysilega mikið sem mun að jafnframt hafa mikil áhrif á kauphegðun að loknum hamförunum. 

Öryggi og heilsa

Áhersla er lögð á að kenna góðar setstöður og líkamsbeitingu við standandi vinnu, mikilvægi þess að geta gert hvorutveggja í vinnutímanum og hvernig best er að hagræða vinnu til þess að svo megi verða.
Farið yfir mismunandi aðferðir við að beita sér við þá vinnu og mikilvægi þess að breyta um líkamsstöður og auka hreyfingu í vinnu.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband