Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Ratsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag.
– í zoom 8. apríl kl. 14-16. Fjallað um hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta nýtt sér samfélagsmiðla til markaðssetningar á þjónustu. Hvaða möguleikar eru í boði og hvaða grunn atriði þurfa að vera á hreinu til að ná árangri. Einnig hvernig nýta má heimasíðu fyrirtækja til markaðssetningar á samfélagsmiðlum. Kynntar grunnstoðir Bókunarkerfisins, framsetning á helstu virðispunktum kerfisins, vöruuppsetning, utan um hald á bókunum og helstu söluleiðir.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að skoða samningatækni út frá ólíkum sjónarhólum og þjálfa þátttakendur í að verða betra í samningatækni sem nýtist við ólíkar aðstæður. Samningatækni er hæfni sem allir í stjórnunarstöðum þurfa að kunna skil á og geta nýtt sér.
Um 20 klst. grunnnámskeið í fyrstu hjálp, 23.-25. apríl í Háskólanum á Akureyri, sem er viðurkennt hjá Skyndihjálparráði og Vakanum. Námsefnið er kennt með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi sýnikennslu og athafnanáms. Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og að bregðast rétt við þeim.
Viltu veita gæðaþjónustu og leysa á farsælan hátt úr kvörtunum viðskiptavina?
Námskeiðið kennir þátttakendum að ná góðum tökum á auglýsingakerfi Google: leitarorðum, vefborðum og myndbandsauglýsingum á Youtube.
Námskeiðið fjallar um verkefni og verkefnastýringu á tímum fjarvinnu. Notað er fjarvinnutólið Microsoft Teams til að halda utan um alla þræði verkefnisins.
Persónuvernd er mikilvægur þáttur sem fyrirtæki þurfa að að huga að í rekstri sínum. Stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um það hvernig reglur varðandi persónuvernd hafa áhrif á starfsumhverfi þeirra og hverju þarf að huga sérstaklega að í því sambandi.
Í leiðsögunáminu er lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að kynna ferðamönnum á ábyrgan hátt sögu, menningu og helstu einkenni lands og þjóðar. Námið tekur einn vetur og er að hluta til fjarnám. Það er skipulagt þannig að mögulegt sé að sinna því samhliða starfi.
Vilt þú læra að búa til flottan vef með litlum sem engum tilkostnaði? Vilt þú hafa einfalda leið til að uppfæra efni og bæta við upplýsingum á vefnum þínum? Vilt þú sleppa við tæknilegt vesen og bras við vefþjóna og hýsingu? Þá er vefsíðugerð í Squarespace fyrir þig.
Hámarkaðu árangur tölvupósta til viðskiptavina. Póstlistar eru meðal öflugustu markaðstóla fyrirtækja en ekki alltaf nýttir til fulls. Á þessu námskeiði verður farið yfir bestu leiðirnar í vali á kerfum, hönnun á tölvupóstum, sendingum, eftirfylgni og greiningum á árangri.
Lærðu að ná meiri árangri með auglýsingum á Facebook og Instagram. Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita auglýsingakerfi Facebook og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum sem auglýsingakerfið býður uppá.
Þjálfun sölumanna og söluteyma er oft lykillinn að því að auka tekjur og getur því verið besta fjárfesting fyrirtækja. Á námskeiðinu færðu að kynnast nokkrum af þeim lykilþáttum sem mikilvægt er að hafa í huga ef þig langar að skara framúr og hámarka söluárangur.
Öll fyrirtæki þurfa að endurhugsa markaðsstarfið í árferði eins og nú. Stjórnendur verða við slíkar aðstæður að skilja markhópinn sinn sem aldrei fyrr, geta aðlagað vöruna eða þjónustuna að honum, ásamt því að finna nýjar og hagkvæmar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri.
Að skapa einstaka og eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri fyrirtækja. Góð þjónusta er í dag orðin sjálfsagður hlutur og verða því fyrirtæki að ganga mun lengra til að skara framúr. Þau þurfa að bjóða ofurþjónustu.
Námskeið sem fer á hagnýtan hátt yfir helstu starfssviðs markaðsstjórans með áherslu á markaðssetningu á netinu. Farið er yfir allt frá greiningu til aðgerða og námskeiðið skilur þátttakendur eftir með verkfæri og þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.
Námskeið, í samstarfi við SAF, samtök ferðaþjónustunnar, og er hugsað fyrir þá sem vilja læra verðlagningu og tekjustýringu með sérstaka áherslu á hótel og gististaði. Þátttakendur munu öðlast skilning á því hvað drífur tekjuöflun og bókanir og hvernig hægt er að hámarka tekjur og draga úr áhættu í rekstri.
.
Tölvuárásir eru að verða algengari á Íslandi. Netöryggi skiptir alla máli, bæði okkur sem einstaklinga og sem starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Snertifletir tölvuglæpa eru mun fleiri en flesta grunar og þess vegna þurfa fyrirtæki að setja netöryggi á dagskrá.
Asana hjálpar einstaklingum og hópum að skipuleggja vinnuna sína betur og vera með meiri fókus á markmiðin, verkefnin og þau daglegu störf sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa. Á námskeiðinu er farið yfir grunnþætti Asana, með fókus á að nýta Asana sem samskiptatól.
Lærðu einfalda og áhrifaríka aðferðafræði við að skerpa fókus og forgangsraða. Á námskeiðinu er farið ofan í aðferðafræði OKR eða „Objectives & Key Results“ sem hjálpar fyrirtækjum að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.
Thompson Rivers University í Kanada býður upp á spennandi leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Íslandi (Adventure Sport Certificate) í samstarfi við Keili. Um er að ræða átta mánaða nám á ensku á háskólastigi.
Hvernig er hægt að byggja upp árangursríka teymisvinnu þar sem allir fá að njóta sín? Hnitmiðað námskeið þar sem farið verður yfir lykilatriði árangursríkrar samvinnu teyma.
Fjallað verður um tegundir hvala á heimsvísu og umhverfis Ísland, aðlögun þessa fjölbreytta hóps að lífinu í hafinu og hlutverk þeirra í vistkerfi sjávar. Stað- og fjarnámskeið í boði.
Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um örverufræði matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína.