Námskeið fyrir ferðaþjónustu

Fræðsluaðilar um land allt eru tilbúnir að hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri. Hér getur þú fundið ýmis hagnýt námskeið innan þíns sviðs. Nánari upplýsingar hjá viðkomandi fræðsluaðilum.

Auglýsa námskeið

Ert þú með námskeið á sviði ferðaþjónustu? Þú getur auglýst hér.
Náttúra og dýralíf

Fjallað verður um norðurljós og tilurð þeirra. Einnig verður fjallað um gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun og ljósmyndun.

FólksflutningarÍslenskt samfélag

Skoðaðir verða meginatburðir í sögu Íslands, sjálfsmynd þjóðarinnar og samskipti við aðrar þjóðir.

Íslenskt samfélag

Fjallað verður um íslenska menningu og birtingarmyndir hennar frá upphafi fram á 21. öld.

Náttúra og dýralíf

Á námskeiðinu verður farið yrir helstu hugtök í veðurfræði og veðurspám, þátttakendur fá leiðbeiningar í lestri og túlkun veðurspáa.

Íslenskt samfélag

Fjallað verður um íslenskt nútímasamfélag og þróun þess út frá ýmsum þáttum, svo sem lýðfræði, landfræði, félagsvísindum og heilsuvísindum.

Ferðir og afþreyingLeiðsögn

Á námskeiðinu færðu upplýsingar um þekktar og minna þekktar gönguleiðir á svæðinu, allt frá Soginu að ýmsum þjóðleiðum.

Stafræn hæfniÞjónusta

Í náminu er fjallað um samskipti og þjónustu, notkun fjölbreyttra aðferða við að miðla upplýsingum, svo sem í gegnum samskiptamiðla og tölvupóst. Einnig er fjallað um orðspor fyrirtækja og traust viðskiptavina.

Markaðssetning

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs.

Stjórnun

Námskeiðið er mjög hagnýtt og hentar öllum þeim sem vilja efla sig í mannauðsstjórnunarhlutverkinu hvort sem þeir eru millistjórnendur eða annað.

StjórnunÞjónusta

Námskeiðið Erfiðir viðskiptavinir fjallar um lykilþætti til að afvopna erfiða og óánægða viðskiptavini. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Leiðsögn

Námið hentar öllum þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi – engrar grunnmenntunar krafist.

Ferðir og afþreyingLeiðsögnNáttúra og dýralíf

Leiðsögunámið er sniðið að þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi.

StjórnunÞjónusta

Ferðaþjónusta 1 er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína á sviði þjónustu, samskipta og starfshæfni

StjórnunÞjónusta

Ferðaþjónusta 2 er framhaldsnámskeið af Ferðaþjónustu 1 þar sem kafað er dýpra í einstaka þætti sem nýtast í störfum innan ferðaþjónustu á Íslandi.

LeiðsögnÞjónusta

Íslenskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Hæfnistig frá 1-5. Möguleiki á að fá stöðumat áður en námskeið hefst.

StjórnunÞjónusta

Opna háskólans í HR og hinn virti Cézar Ritz Colleges í Sviss undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegar stjórnunarstöður í hótel og veitingahúsageiranum.

MarkaðssetningStjórnun

Með þessu yfirgripsmikla námi öðlast þátttakendur þekkingu í að nálgast gögn og vinna með þau, undirstöðuatriði forritunar og verkefnastjórnun.

MarkaðssetningStjórnun

Námslína í APME verkefnastjórnun bæta þátttakendur skipulag og utanumhald verkefna, verða betur í stakk búnir til að taka erfiðar ákvarðanir.

Stjórnun

Með því að ljúka PMD-náminu hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.

StjórnunÞjónusta

Markmið Þjónustugæði – Samkeppnisforskot og velgengni er að gefa stjórnendum fyrirtækja kost á aðgengilegu og hagnýtu efni um þjónustugæði.

MarkaðssetningÞjónusta

Markvissar mælingar á þjónustu, ánægju viðskiptavina, starfsmananveltu, kvörtun og hrósi sýna að fræðsla skilar arði.

StjórnunÞjónusta

Bornar eru saman mælinga á þjónustu maður á mann og á netinu.

Stjórnun

Sú nýbreytni hefur nú rutt sér til rúms hér landi að þjálfa samskiptafærni í þjónustu með svokallaðrar sýndarveruleikatækni.

Stjórnun

Tölvupóstur er mikilvægur samskiptamiðill fyrirtækja. Ég hef því tekið saman nokkur “tips” sem gætu sparað þér tíma og aukið afköst.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Hafðu samband