Fagorðalisti ferðaþjónustunnar

Um er að ræða orðasafn algengra orða og frasa sem notaðir eru í ferðaþjónustunni og geta auðveldað samskipti á vinnustað. Hægt er að velja orðalista fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, skoðunarferðir og akstur, afþreyingu og þjónustu í sal. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum en hlusta má á framburð orðanna á íslensku.

Opna fagorðalistann

Veggspjöld

Orðalisti
Þjónusta
Afþreying
Þrif
ELDHÚS
Móttaka

hvað?

 • Listi yfir algeng orð og frasa sem notuð eru í ferðaþjónustu.
 • Til á íslensku, ensku og pólsku.
 • Hlusta má á framburð orðanna.

Hvar?

Hægt að nota/æfa hvar og hvenær sem er, bæði í síma og tölvu.

Af hverju?

 • Til að efla góða samvinnu og sameiginlegan skilning starfsfólks í ferðaþjónustu.
 • Til að veita afbragðs þjónustu.

Fyrir hverja?

 • Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja hvetja sitt starfsfólk til góðra verka.
 • Starfsfólk í ferðaþjónustu sem talar litla ensku og/eða íslensku.
 • Viðskiptavini í samskiptum við erlent starfsfólk.

Hvað tekur langan tíma að fara í gegnum efnið?

Allt eftir því hvað hentar best. Hægt er að æfa sig heima eða í vinnunni, á kaffihúsi eða hvar sem er. Starfsfólk getur líka gripið til fagorðalistans þegar þörf er á í vinnunni, t.d í símum sínum.

Hver er ávinningurinn?

Aukin gæði, færri kvartanir, meiri starfsánægja, meiri ánægja gesta.

Skref fyrir skref

 1. Finndu þitt svið, þú getur valið orðalista fyrir móttöku, þrif, umgengni, eldhús, afþreyingu, skoðunarferðir og akstur og algenga frasa
 2. Finndu orð sem þú vilt læra eða þarft að nota og hlustaðu á framburðinn.
 3. Æfðu þig að segja orðin sem oftast og líka fyrir framan viðskiptavinina.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Menningar- og viðskiptaráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband