Biðin og bókunarkerfið

SAGAN:

Glaðlegt par mætir á hótel þar sem starfsmaður í móttöku býður þau velkomin og hefst handa við að skrá þau í bókunarkerfið. Starfsmaðurinn er einn í móttökunni á þessum tímapunkti. Bókunarkerfið er seinvirkt og höktir og skráningin virðist ekki ætla að ganga í gegn. Tíu mínútur líða og nú er rúta mætt með fjölda gesta sem munu bætast í röðina og starfsmaðurinn sér fram á að ráða ekki við aðstæður. Parið fyrir fram hann er farið að sýna mikla óþolinmæði. Þau segja starfsmanninum frá því að þau séu skráð í útsýnisferð sem hefst eftir skamma stund og þau þurfi að fá herbergið sitt til að geta skipt um föt. Nú eru gestirnir úr rútunni búnir að bætast í röðina og farnir að horfa til starfsmannsins sem er farinn að finna fyrir óróleika í aðstæðunum.

VERKEFNIÐ:

  • Ef þið væruð í þessum aðstæðum, hvernig mynduð þið bregðast við?
  • Hvað hefði starfsmaðurinn geta gert eða sagt viðskiptavinunum fyrr í ferlinu, þegar hann sá fram á að ráða ekki við aðstæður?
  • Hvaða ferlum ætti að fylgja í svona tilfelli?
  • Hvernig er hægt að tryggja að gestirnir fari ánægðir frá hótelinu þrátt fyrir slíka reynslu við komu?

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband