Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar má finna fjölbreytt verkfæri fyrir fræðslu og ýmsa mælikvarða til að meta árangurinn af henni. Efnið er hannað, þróað og aðlagað að þörfum greinarinnar og opið öllum til afnota. Á síðunni má jafnframt finna ýmis hagnýt námskeið í boði fjölbreyttra fræðsluaðila um land allt.
Á dögunum bættust við þrjú ný og endurbætt verkfæri:
1. Kanni.is
Verkfæri fyrir fyrirtæki sem vilja senda út kannanir á meðal starfsfólks, þar á meðal starfsánægjukönnun. Í Kanna eru tilbúin sniðmát í 12 flokkum og á þremur tungumálum sem hægt er að nýta sér. Leiðbeiningar um notkun eru aðgengilegar á síðunni.
2. Árangursmælikvarðar – til að meta árangur fræðslu
Stjórnendur sem fjárfesta í fræðslu þurfa að vita hvaða árangri þeir vilja ná. Á að auka starfsánægju, minnka starfsmannaveltu, fækka kvörtunum, auka gæði þjónustu eða annað? Til að meta árangurinn af fræðslunni þarf að taka stöðuna í upphafi og bera síðan saman við stöðuna að fræðslu lokinni.
3. Fræðslutorg
Á fræðslutorginu má finna ýmis hagnýt námskeið á sviði ferðaþjónustunnar og fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem gagnast fyrirtækjum við að efla fræðslu og starfsánægju starfsfólks.
Á fræðslutorginu er m.a. hægt að nálgast:
Fræðslugátt með úrvali námskeiða í boði ýmissa fræðsluaðila.
Þjálfun í gestrisni hvetur til samtals og samvinnu og er auðvelt að vinna með það á fjarfundum. Leiðbeiningar fylgja efninu, skref fyrir skref.
8 góð ráð fyrir stafræna fræðslu til að tryggja árangur
Leiðbeiningar og ráð til fyrirtækja á tímum Covid-19
Leiðir til fjármögnunar fræðslu
Starfsfólk Hæfnisetursins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Hafðu samband við okkur á hæfni.is eða í síma 599 1400 og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Opna verkfærakistu (sjá Árangur fræðslu – mælikvarðar)